Gleðigjafar – kór eldri borgara
Nú er sumarið á enda og haustkaflinn tekur við…..o.sv.frv. Mig langar að minna á vetrarstarf Gleðigjafa, kórs eldri borgara, og hvetja fólk til að dusta af raddböndunum. Við höfum alltaf þörf fyrir söngfólk, og í almáttugs bænum ekki telja ykkur trú um að til að syngja með okkur þurfi þig að vera með háskólagráðu í söng!...
Hræðsluganga með landvörðum
Þau voru hugrökk, íbúarnir 38 á Höfn sem tókust á við myrkragöngu með landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs síðasta föstudag, vopnuð vasaljósi og heitu kakói. Gengið var af stað í ljósaskiptunum þegar von var á að hinar ýmsu kynjaverur og framliðnar sálir færu á stjá.
„Markmið með svona göngu er að fá fólk með okkur út í myrkrið og rifja upp...
Hreyfing í föstum formum og litum
Sumarsýning Svavarssafns opnar föstudaginn 24. júní klukkan þrjú, á Humarhátíð. Eins og oft á sumrin er sjónum beint að verkum Svavars Guðnasonar, að þessu sinni hefur sýningarstjórinn Jón Proppé valið myndir sem sýna vel hreyfingu og litagleði abstraktverka Svavars. Jón þekkir vel til verka Svavars og var sýningarstjóri sumarsýningarinnar í fyrra þegar verk Svavars og Erlu Þórarinsdóttur...
Gamanleikur í Svavarssafni
Guðrún vaknar í kistu í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla athöfnina. Um það hverfist sagan í kolsvarta gamaneinleiknum Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Við höfum kannski öll einhvern tímann velt fyrir okkur hvernig væri að fylgjast með okkar eigin jarðarför en í þessu verki tekst Eyrún á við þær vangaveltur, kurteisi og meðvirkni, og...
Árin mín í Framtíð
Þegar ég var beðin um að rifja upp veru mína í Slysavarnadeildinni Framtíðinni var mér það ljúft og skylt þar sem ég hef verið félagi þar í 55 ár. Ég gekk í deildina árið 1968 en þá var móðir mín Ingibjörg Guðmundsdóttir nýlega orðin formaður og stjórnaði hún deildinni af miklum dugnaði og hafði gott lag á...