Þakklæti efst í huga
Ég hef átt langa samleið með því öfluga fólki sem starfar innan Björgunarfélags Hornafjarðar og Slysavarnadeildarinnar Framtíðar. Í því samstarfi hef ég notið þeirrar gæfu að hafa aðgang að einstaklingum sem búa yfir mikilli þekkingu á mörgum sviðum, og mannauð sem samfélagið okkar getur sömuleiðis verið stolt af.Verkin sem koma til í þessu starfi eru af margvíslegum...
Gleðigjafar – kór eldri borgara
Nú er sumarið á enda og haustkaflinn tekur við…..o.sv.frv. Mig langar að minna á vetrarstarf Gleðigjafa, kórs eldri borgara, og hvetja fólk til að dusta af raddböndunum. Við höfum alltaf þörf fyrir söngfólk, og í almáttugs bænum ekki telja ykkur trú um að til að syngja með okkur þurfi þig að vera með háskólagráðu í söng!...
Árin mín í Framtíð
Þegar ég var beðin um að rifja upp veru mína í Slysavarnadeildinni Framtíðinni var mér það ljúft og skylt þar sem ég hef verið félagi þar í 55 ár. Ég gekk í deildina árið 1968 en þá var móðir mín Ingibjörg Guðmundsdóttir nýlega orðin formaður og stjórnaði hún deildinni af miklum dugnaði og hafði gott lag á...
Hræðsluganga með landvörðum
Þau voru hugrökk, íbúarnir 38 á Höfn sem tókust á við myrkragöngu með landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs síðasta föstudag, vopnuð vasaljósi og heitu kakói. Gengið var af stað í ljósaskiptunum þegar von var á að hinar ýmsu kynjaverur og framliðnar sálir færu á stjá.
„Markmið með svona göngu er að fá fólk með okkur út í myrkrið og rifja upp...
Fjölmenning í sveitarfélaginu Hornafirði
Hnattvæðingin sem einkennt hefur samfélög um heim allan síðustu áratugi felur meðal annars í sér mikla fólksflutninga. Þökk sé hraðri þróun í samskipta- og flutningstækni hefur í sjálfu sér aldrei verið auðveldara að flytja milli landa, enda er heimurinn orðinn svo tæknivæddur að samskipti milli mismunandi landa, svæða og einstaklinga hafa aldrei verið skilvirkari. Þessar breytingar sem...