Menningarhátíð Hornafjarðar
Föstudaginn 10. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum. Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir voru afhent. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði.Sigurjón Andrésson bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hans að...
Bráðskemmtilegur fjölskylduvænn söngleikur
Nú styttist óðum í frumsýningu á hinum sívinsæla fjölskyldusöngleik Galdrakarlinum í Oz. Verkið er sett upp í Mánagarði í samstarfi leikfélags Hornafjarðar við FAS. Flestir ættu nú að kannast við hinar ýmsu sögupersónur sem eru á kreik í Oz og nágrenni en sem dæmi má nefna Dórótheu, hundinn Tótó, fuglahræðuna, járnkarlinn, ljónið, góðu norðannornina, vondu vestannornina og...
Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna
Isabella Tigist Felekesdóttir mun taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Keppnin fer fram þann 1. apríl í Kaplakrika sem er í Hafnarfirði. Gaman væri ef sem flestir myndu sýna stuðning. Miðasala á keppnina hefst 10. mars kl 10:00 á tix.is og er 14.ára aldurstakmark á keppnina. Allir geta keypt miða á litlar 4500...
Hver er Sjonni bæjó?
Sigurjón Andrésson er nýorðinn bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði. Okkur langaði að kynnast honum betur þannig við kíktum í heimsókn í Ráðhúsið og fengum að spjalla við hann.Sigurjón Andrésson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann hefur sinnt ýmsum störfum, til að mynda fór hann ungur á sjó, vann í bakaríi og í kjölfarið lauk hann bakaranámi....
Af hverju ættu ungmenni að fara í FAS?
Í litlu bæjarfélagi eins og Höfn er mikil blessun að hafa starfandi framhaldsskóla. Við útskrift úr grunnskóla standa ungmenni mörg hver frammi fyrir erfiðu vali. Hvort eiga þeir að vera heima og fara í FAS eða leita út fyrir sýslusteinana miklu á Skeiðarársandi og í Hvalnesskriðum? Ritstjórar þessa blaðs hafa allir staðið frammi fyrir þessu vali. Okkur...