Gleðigjafar – kór eldri borgara

0
228

Nú er sumarið á enda og haustkaflinn tekur við…..o.sv.frv. Mig langar að minna á vetrarstarf Gleðigjafa, kórs eldri borgara, og hvetja fólk til að dusta af raddböndunum. Við höfum alltaf þörf fyrir söngfólk, og í almáttugs bænum ekki telja ykkur trú um að til að syngja með okkur þurfi þig að vera með háskólagráðu í söng! Kóræfingar byrja ekki fyrr en um miðjan október að venju og er æft einu sinni í viku, en oftar ef eitthvað mikið stendur til. Eins og nafnið á kórnum bendir til er þetta hressilegur hópur og við tökum ykkur fagnandi. Hafið samband við einhvern úr okkar hópi til að melda ykkur, eða beint við mig og ég læt mig hlakka til vetrarins.

Guðlaug Hestnes