2 C
Hornafjörður
29. apríl 2024

Skráning og varðveisla minja frá Kvískerjum

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri undirritaði í gær samning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um skráningu, flokkun og varðveislu minja frá Kvískerjum. Menningarmiðstöð Horna­fjarðar tekur að sér verkefnið, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun styðja með 12 milljóna króna framlagi. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við landeigendur Kvískerja. Fyrri eigendur Kvískerja, níu systkini, unnu saman að uppbyggingu jarðarinnar...

Ferðalag fjölskyldutengsla – frá Norður-Ameríku til Íslands

Evan Tor lagði upp í för til Ísland í þeirri von að kynnast íslenskum uppruna sínum betur. Ævintýrið endaði sem fallegt ferðalag fjölskyldutengsla og menningarlegra uppgötvunnar. Evan Tor Kartenson, bandarískur tónlistarmaður var þátttakandi í verkefninu Snorri program, samtök sem hafa þann tilgang að hjálpa íslenskum Norður-Ameríkubúum að tengjast íslenskum rótum sínum. Evan Tor kemur...

Hreyfing í föstum formum og litum

Sumarsýning Svavarssafns opnar föstudaginn 24. júní klukkan þrjú, á Humarhátíð. Eins og oft á sumrin er sjónum beint að verkum Svavars Guðnasonar, að þessu sinni hefur sýningarstjórinn Jón Proppé valið myndir sem sýna vel hreyfingu og litagleði abstraktverka Svavars. Jón þekkir vel til verka Svavars og var sýningarstjóri sumarsýningarinnar í fyrra þegar verk Svavars og Erlu Þórarinsdóttur...

Mamma ég vil ekki stríð!

Næsta föstudag klukkan þrjú opnar sýningin Mamma ég vil ekki stríð á bókasafni Hornafjarðar. Mamma ég vil ekki stríð, eða, Mamo, ja nie chcę wojny eins og hún heitir á pólsku, er sýning á teikningum úkraínskra barna á flótta og pólskra barna frá síðari heimsstyrjöld. Sýningin verður fram til loka nóvember inni á bókasafninu og er í...

TÓNLISTARVEISLA Á HÖFN UM SJÓMANNADAGSHELGINA

Hornfirðingar eiga von á mikilli tónlistarveislu um Sjómannadagshelgina þar sem Grétar Örvarsson hefur stefnt fjölda landsþekktra tónlistarmanna til Hafnar þá helgi. Föstudagskvöldið 2. júní verða tónleikarnir Sunnanvindur í Hafnarkirkju þar sem Grétar mun flytja eftirlætislög föður síns, Hornfirðingsins Örvars Kristjánssonar harmónikkuleikara, ásamt Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur og Ragnari Eymundssyni. Ásta Soffía er einn fremsti harmónikkuleikari landsins...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...