Þrístökk á Fagurhólsmýri
Næstkomandi þriðjudag, 5. júlí kl. 13:00, fer fyrsti hluti Þrístökks fram í Sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Myndlistarnemarnir Birgitta Karen Sveinsdóttir og Rein Rodemeier sem bæði nema listmálun við myndlistardeild Listaháskólans AKI í Hollandi sýna verk sín sem þau hafa unnið undanfarna mánuði hér í Öræfum, þar sem þau hafa tekið þátt í bústörfum á Hnappavöllum. Þemað í verkum...
Ekki yfirtaka heldur samlífi
Rúna Thors, einn sýningarstjóra Tilraun Æðarrækt sem nú má sjá inni á Svavarssafni og víðar (bókasafni, sundlaug, Gömlubúð og Miðbæ) þekkir vel til á Höfn, en hún vann hér eitt sumar og hefur sjálf sýnt í Svavarssafni. Rúna er vöruhönnuður og lektor við Listaháskólann, en á sýningunni má sjá ýmsar tilraunir með æðadún.
Vöktun trjáreita FAS á Skeiðarársandi
Síðasta dag ágústmánaðar var farið í árlega ferð á Skeiðarársand til að skoða gróðurreiti sem nemendur í áfanganum „Inngangur að náttúruvísindum“ taka þátt í.Ferðin krefst nokkurs undirbúnings. Nemendur þurfa að kunna skil á nokkrum grunnhugtökum sem þarf að skilja og geta notað. Þar má t.d. nefna hugtök s.s. gróðurþekja, skófir, rekklar og ágangur skordýra. Nemendum er skipt...
HALLDÓR ÓLAFSSON VINNUR VERÐLAUN FYRIRÞYNGSTA UNGNAUTIÐ
Halldór Ólafsson nautabóndi á Tjörn leggur mikið kapp á góða nautgriparækt. Hann velur nautkálfana sína af mikilli vandvirkni og á sínar uppáhalds kýr sem hann velur undan. Hann brennur fyrir nautin sín enda er hann mikill dýravinur. Nautgriparæktarfélag AusturSkaftafellssýslu hélt aðalfund á dögunum þar sem Halldóri voru veitt verðlaun fyrir þyngsta ungnautið í AusturSkaftafellssýslu. Nautið Gummi númer...
Skráning og varðveisla minja frá Kvískerjum
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri undirritaði í gær samning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um skráningu, flokkun og varðveislu minja frá Kvískerjum. Menningarmiðstöð Hornafjarðar tekur að sér verkefnið, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun styðja með 12 milljóna króna framlagi. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við landeigendur Kvískerja. Fyrri eigendur Kvískerja, níu systkini, unnu saman að uppbyggingu jarðarinnar...