HALLDÓR ÓLAFSSON VINNUR VERÐLAUN FYRIRÞYNGSTA UNGNAUTIÐ

0
202

Halldór Ólafsson nautabóndi á Tjörn leggur mikið kapp á góða nautgriparækt. Hann velur nautkálfana sína af mikilli vandvirkni og á sínar uppáhalds kýr sem hann velur undan. Hann brennur fyrir nautin sín enda er hann mikill dýravinur. Nautgriparæktarfélag Austur[1]Skaftafellssýslu hélt aðalfund á dögunum þar sem Halldóri voru veitt verðlaun fyrir þyngsta ungnautið í Austur[1]Skaftafellssýslu. Nautið Gummi númer 3233 er verðlaunanautið og vegur 336,8 kg. Gummi er undan kúnni Dóru og skírður í höfuðið á Guðmundi Sigurðssyni frá Vatnsleysu 1 í Biskupstungum. Halldór átti einnig 2 önnur naut á listanum yfir ungnaut sem vógu yfir 315,0 kg