Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar tíu ferðir, tvær þeirra voru farnar í samstarfi við leikjanámskeið Sindra og gekk það vonum framar og mættu þá um 60 börn í ferðirnar, annars eru vanalega um 15...
Regnbogastígur málaður á Höfn
Undanfarin ár hefur verið málaður regnbogastígur á Höfn til heiðurs fjölbreytileika einstaklinganna í okkar samfélagi. Margmenni mætti til að mála Regnbogastíg á göngustíg til móts við Ráðhúsið á Höfn föstudaginn 1. júní síðastliðinn. Ungmennaráð og bæjarstjórn stóðu fyrir viðburðinum ásamt Vinnuskólanum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra aðstoðaði við að mála en hann var staddur hér til...
Lestrarhesturinn 2023
Nú í sumar var enn á ný haldið af stað með lestrarátakið LESTRARHESTURINN á bókasafninu okkar á Menningarmiðstöð Hornafjarðar, en öllum grunnskólabörnum gafst kostur á að taka þátt í átakinu. Eins og áður var lagt upp með að börnin lesi bækur yfir sumartímann og skrái upplýsingar um bækurnar á þar til gert þátttöku blað, sem þau svo...
Stíll hönnunarkeppni
Um helgina fóru undirrituð til Reykjavíkur til að keppa í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Í keppninni í ár voru 18 lið frá 16 félagsmiðstöðvum og lentum við í 3. sæti og erum við mjög stolt af árangri okkar. Þemað í ár var geimurinn og hönnuðum við og saumuðum kjól með tilvísun í tunglið...
Stuðningur við Ægi Þór
Undanfarið hafa Hornfirðingar þjappað sér rækilega saman utan um hann Ægi og lagt okkur lið í baráttunni um að geta keypt lyf sem gæti breytt öllu um framtíðarhorfur hans. Eins og sagt var við mig um daginn þá á ég hann ekki ein heldur allt samfélagið á Höfn og það er svo sannarlega satt því allir vilja hjálpa honum...