Regnbogastígur málaður á Höfn

0
584

Undanfarin ár hefur verið málaður regnbogastígur á Höfn til heiðurs fjölbreytileika einstaklinganna í okkar samfélagi. Margmenni mætti til að mála Regnbogastíg á göngustíg til móts við Ráðhúsið á Höfn föstudaginn 1. júní síðastliðinn.
Ungmennaráð og bæjarstjórn stóðu fyrir viðburðinum ásamt Vinnuskólanum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra aðstoðaði við að mála en hann var staddur hér til að skrifa undir barnasáttmála við sveitarfélagið.