Hornafjörður Heilsueflandi samfélag
Vikuna 1. – 9. júní héldum við „Okkar eigin Hreyfiviku“ þar sem ýmsar tegundir hreyfingar voru kynntar. Þann 1. júní var kynning á hlaupaíþróttinni sem Helga Árnadóttir sá um. Veðrið var upp á sitt versta þennan dag, en ein manneskja mætti þó til Helgu og þar sem þetta voru jaxlar þá hlupu þær samt sem áður 4,5 km. Þann...
Konur á palli
Ágætu hornfirðingar. Við eigum öll okkar árvissu vorboða, eitthvað sem segir okkur að vorið sé komið, grundirnar að gróa og sumarið framundan. Í ár er allt breytt og fastir liðir eins og venjulega ekki endilega svo fastir. Einn af þessum árvissu vorboðum eru vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður ekki hægt að halda venjulega...
Opið hús í leikskólanum Sjónarhóli
Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. er íbúum í sveitarfélaginu boðið að koma og skoða leikskólann okkar frá klukkan 16.15 til klukkan 18.00.
Sjónarhóll er sex deilda leikskóli. Fyrstu börnin hófu skólagöngu þann 20. ágúst á þessu ári en þá höfðu starfsmenn undirbúið opnunina frá 14. ágúst ásamt því að sitja sameiginleg námskeið um uppeldi til ábyrgðar, tákn með tali, uppeldi sem...
Hlynur og Þórbergur mætast í Svavarssafni
Laugardaginn 14. maí næstkomandi, kl. 15:00, verður viðburðurinn Harmsaga um hest haldin í Svavarssafni. Ljósmyndasýning Hlyns Pálmasonar verður skoðuð í bókmenntalegu samhengi og hvernig hún kallast á við frásögn Þórbergs Þórðarsonar af hestinum Jarpi í fyrsta bindi Suðursveitabóka hans. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um söguna og tengja við verk Hlyns, og að lokum verður endað...
Kiwanisklúbburinn Ós gefur leiktæki
Í síðustu viku afhentu Ósfélagar leiktæki til Leikskólans Sjónarhóls á Höfn en leikskólinn er auðkennisverkefni hjá Ós. Það er vert að nefna að fyrsta verkefni klúbbsins var að gefa leikskólanum á Höfn kastala en Ós á 35 ára afmæli á þessu ári og því fannst okkur við hæfi að hugsa til leikskólans. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók...