FAS í öðru sæti
Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 26. september í húsnæði Exton og fór keppnin fram án áhorfenda. Keppnin átti að fara fram í vor en var slegið á frest vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta var í þrítugasta skiptið sem keppnin fer fram en á þessum 30 árum hefur keppnin fest sig í sessi sem einn af stóru tónlistarviðburðum hvers árs...
Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkveitingar
Föstudaginn 8. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins í Nýheimum. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru
styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hennar mikilvægi þess að koma saman og fagna fjölbreyttri...
Tónskóli A-Skaft. 50 ára
Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns settur í fyrsta sinn, 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan. Árið 1981 var samþykkt að breyta nafni skólans í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Í tilefni afmælisins ætlum við að vera með tónleika og kaffisamsæti handa gestum og gangandi þann dag, þ.e 1. desember. Tónskólinn...
Spjallað við Hrefnu, Kötu og Sverri
-í Félagi Harmonikkuunnenda í Hornafirði og nágrenni, F.H.U.H
Á sunnudagsmorgni, fallegum haustdegi býður, Hrefna stjórnarmeðlimum heim í stofu í spjall. Harmonikkan hljómar í sveiflandi valsi og í stofunni er morgunverðarhlaðborð hvar þremenningarnir sitja með morgunkaffið og spjalla.
,,Má ég ekki eiginlega kalla ykkur framkvæmdanefndina? Það er nú afrek að setja í...
Söguhátíð Grunnskóla Hornafjarðar
Sökum ástandsins í þjóðfélaginu gátum við í Grunnskóla Hornafjarðar ekki haldið okkar árlegu árshátíð og því ákváðum við kennarar í 4.,5. og 6. bekk að blanda bekkjunum okkar saman og bjóða upp á skemmtilegar smiðjur sem við kölluðum Söguhátíð. Smiðjurnar fólust í því að börnin gátu valið á milli leikritagerðar, smásögugerðar, stuttmyndagerðar, myndasögugerðar og smiðju þar sem...