Tónskóli A-Skaft. 50 ára

0
939

Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns settur í fyrsta sinn, 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan. Árið 1981 var samþykkt að breyta nafni skólans í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Í tilefni afmælisins ætlum við að vera með tónleika og kaffisamsæti handa gestum og gangandi þann dag, þ.e 1. desember. Tónskólinn byrjaði í haust um leið og grunnskólinn og hófu þá 63 nemendur
nám. Því miður urðum við að setja 3 söngnemendur til hliðar þar sem söngkennarinn okkar hún María er í fæðingarorlofi og ekki fékkst kennari í hennar stað. Að öðru leyti er góður gangur í kennslunni. Samhliða einkakennslu á hljóðfæri eru kenndar tónfræðagreinar og svo er starfandi öflug lúðrasveit bæði fyrir yngri og eldri nemendur. Tónskólinn er reglulega með nemendatónleika sem haldnir eru í Sindrabæ og öllum er frjálst að koma og fylgjast með. Við auglýsum þessa tónleika á feisbókarsíðunni okkar sem heitir Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu.
Eins og fyrr segir ætlum við að bjóða í afmælisveislu þann 1. desember með tónleikum þar sem nemendur og kennarar koma fram og hafa kaffiveitingar á eftir. Einnig munum við halda sérstaka tónleika í vetur, með burtflognum fyrrum nemendum okkar og atvinnu tónlistarfólki. Núverandi nemendur verða þó í aðalhlutverki í vetur til að minnast tímamótanna.