FAS í öðru sæti

0
888

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 26. september í húsnæði Exton og fór keppnin fram án áhorfenda. Keppnin átti að fara fram í vor en var slegið á frest vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta var í þrítugasta skiptið sem keppnin fer fram en á þessum 30 árum hefur keppnin fest sig í sessi sem einn af stóru tónlistarviðburðum hvers árs og margir af þekktasta tónlistarfólki landsins stigu sín fyrstu skref í keppninni.
21 framhaldsskóli tók þátt í keppninni í ár og keppti Dagmar Lilja Óskarsdóttir fyrir hönd FAS og söng lagið The way we were sem er þekktast í flutningi Barbara Streisand. Dagmar Lilja stóð sig mjög vel og lenti í öðru sæti í ár, frábær árangur og óskum við henni til hamingju með fallegan flutning og frammistöðu. Það verður spennandi að fylgjast með Dagmar í framtíðinni.