Íslenskunám hjá Fræðslunetinu
Mikil aðsókn hefur verið á íslenskunámskeið Fræðslunetsins þessa önn sem aðrar. Fræðslunetið heldur íslenskunámskeið um allt Suðurland og í haust hafa yfir 160 útlendingar sótt íslenskunám hjá okkur. Þessa dagana er námskeiðum að ljúka og margir sem útskrifast fara beint á framhaldsnámskeið, sem er mjög æskilegt og eykur líkur á árangri. Í síðustu viku lauk 60 stunda...
FAS og Leikfélag Hornafjarðar setja upp Söguna af bláa hnettinum
Þröstur Guðbjartsson
Þann 9. janúar síðastliðinn var haldinn kynningarfundur vegna uppsetningar á leikverki hjá FAS á vorönn. Líkt og undanfarin ár vinnur skólinn með Leikfélagi Hornafjarðar að uppsetningunni. Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason er viðfangsefnið og leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Þröstur lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1978. Hefur...
Harmljóð um hest
Hlynur Pálmason, myndlistarmaður og kvikmyndaleikstjóri lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmannahöfn en býr og starfar á Höfn í Hornafirði. Hlynur vinnur jöfnum höndum að myndlist og kvikmyndagerð. Í Svavarssafni sýnir hann seríu samtímaljósmynda sem hann hefur unnið að undanfarin ár samhliða kvikmyndagerð. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. Sýningin er öllum opin og stendur til 15. maí 2022....
Þrettándagleði Menningarmiðstöðvarinnar
Aðventan reyndist heldur óhefðbundin og samkomur bæði fámennar og sjaldgæfar á árinu sem var að líða en þessar takmarkanir fólu einnig í sér lærdóm um hvernig má vera saman og gera skemmtilegt án þess að hittast. Menningarmiðstöðin blés til Þrettándagleði í bókasafninu og streymdi á netinu þar sem hátíðarnar voru kvaddar með svolítilli viðhöfn. Dregnir...
Bókakvöld á Hafinu
Soffía Auður annar af umræðustjórum bókakvöldsins
Tíðkast hefir að snarpar bókmenntaumræður fari fram að sófastæði bókasafns Hafnarbúa og eiga þar hlut að málum, oftar en önnur, sérlegur bókmenntafræðingur Nýheima, Soffía Auður Birgisdóttir og Barði Barðason sem er nýr rekstaraðili Hafsins ásamt Arndísi Láru Kolbrúnardóttur. Eru umræður þessar einkum takmarkaðar af opnunartíma safnsins og...