Opið bréf til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar Íslands
Við íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði skorum á nýjan heilbrigðisráðherra og nýja ríkisstjórn að ganga til samninga um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Höfn án tafar.
Nú þegar hefur dregist úr hófi að hefja viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn. Upphaflega átti framkvæmdum að ljúka á þessu ári og í nýjustu áætlun áttu þær að...
Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS
Núna í haust byrjaði nýtt samstarfsverkefni í FAS undir merkjum Nordplus áætlunarinnar. Þetta verkefni er til þriggja ára og er á milli Brønnøysund videregående skole í Noregi, Vaala Upper Secondary School í Finnlandi og FAS. Skólarnir eiga það sameiginlegt að vera fremur litlir og liggja allir á svipaðri breiddargráðu. Verkefnið ber yfirskriftina Geoheritage, culture and sustainable communities...
Arndís Ósk hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands
Þann 25. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í tóflta sinn. Í ár hlutu 29 nemendur, sem stefna á nám við HÍ styrki og þar á meðal var Hornfirðingurinn Arndís Ósk Magnúsdóttir. Allir styrkþegar eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi námsárangri og einnig verið virk í félagsstörfum eða í listum...
Heimsflugið 1924
Á Óslandshæðinni á Höfn blasir við látlaus steindrangur. Minnisvarði um merkan atburð. Áletrun á minnisvarðanum er eftirfarandi: „Erik H. Nelson flaug fyrstur til Íslands 2. ágúst 1924.“
Það voru Bandaríkjamenn sem stofnuðu til heimsflugsins. Gert var ráð fyrir að flugvélarnar flygju yfir 22 þjóðlönd. Flugvélarnar fjórar, sem nefndust Seattle, Chicago,...
Hirðingjarnir gefa Björgunarsveitinni Kára í Öræfum veglega gjöf
Þann 1. október síðastliðinn gaf nytjamarkaður Hirðingjanna peningagjöf að upphæð 1 milljón krónur til Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum. Þetta er tíunda árið sem við erum með nytjamarkaðinn og af því tilefni ætlum við að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að vera með í þessari gjöf, þannig að gjöfin verði ennþá stærri til björgunarsveitarinnar. Frá og með 1. október...