Fuglar – listsýning í Nýheimum
Guðrún Ingólfsdóttir opnar listsýningu á Bókasafninu í Nýheimum næstkomandi laugardag þann 4. maí. Tilurð þessarar sýningar er líf fuglanna og hvernig þeir minna okkur á breytileika lífsins og náttúrunnar. Sumir koma og fara og við köllum þá farfugla. Aðrir eru bara alltaf á svæðinu, staðfuglarnir okkar. Myndmál sýningarinnar er því hreyfanleikinn eins og hann birtist í lífi fuglsins. Sýningin...
Konsert á Fagurhólsmýri
Laugardaginnn 15. maí klukkan 15:00 mun gítarleikarinn gímaldin flytja verkið Jessica Joneses own Ringtone Reggae Theme Song í Gamla sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Verkið er 5ti og nýjasti hlutinn í seríal verkinu Kinly Related Metal-Reggaes, sem er í grunninn gítarsinfóníettur sem mætast á nokkrum sameiginlegum sviðum, einsog metal, elektró og reggae. Verkið er búið í myndræna umgjörð sem...
Haustúthlutun Uppbyggingasjóðs Suðurlands
Þann 9. október síðastliðinn rann út umsóknarfrestur í haustúthlutun Uppbyggingasjóðs Suðurlands. Úthlutanir sjóðsins eru tvisvar á ári, í mars og október ár hvert. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi en Sunnlendingar hafa verið mjög duglegir að sækja um til fjölbreyttra og áhugaverðra verkefna. Að þessu sinni bárust 120 umsóknir, þar af...
Fjallaskíðamennska
Í síðustu viku lögðu nemendur í fjallamennskunáminu land undir fót og héldu á Tröllaskaga til að læra fjallaskíðamennsku. Fjallaskíðaáfanginn í náminu er kenndur í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga sem er á Ólafsfirði.
Til stóð að hefja ferðina á mánudegi en vegna slæms ferðaveðurs var brottför frestað um einn dag. Hópurinn fór því frá Höfn á þriðjudagsmorgun og var kominn...
Það er notalegt að finna samhug fólksins
Í október sl. ritaði ég grein í Eystrahorn og útskýrði rekstrarvanda Hafnarsóknar sem stafar af skertum tekjum um 50% og svipað má segja um rekstrarumhverfi kirkjugarðanna. Í greininni var óskað eftir stuðningi og fjárframlögum almennings til að hægt væri að sinna allra nauðsynlegasta viðhaldi. Rétt og skylt er að gera sóknarbörnum og öðrum grein fyrir árangri eftir...