Undankeppni hönnunarkeppni Samfés
Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Þrykkjan Félagsmiðstöðin á Höfn undankeppni í Nýheimum í Stíll Hönnunarkeppni Samfés, þemað í ár er 90‘s.
Liðið sem vinnur flottustu hönnunina fer í
1. sæti og fær að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur að keppa 2.febrúar en einnig fær liðið í öðru sæti að fara til Reykjavíkur að keppa þar líka í Stíll Hönnunarkeppni Samfés...
Með listagallerí heima hjá sér
Hjónin Lind Völundardóttir og Tim Junge fluttu til Hornafjarðar árið 2018, Tim lauk námi við Konunglegu akademíuna í Den Haag og eftir námið vann hann með hópi listamanna og stofnuðu þeir B141 sem er vinnustofurými fyrir listamenn og nokkru seinna stofnuðu þeir einnig Quartair contemporary arts iniatives. Megintilgangur Quartair var að stuðla að menningarlegum skiptiverkefnum við norðurlöndin...
Menningarverðlaun Suðurlands 2023
Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS...
Skilaboð frá krökkunum til ökumanna
Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leikskólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar samviskulega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti....
Lestrarhesturinn 2023
Nú í sumar var enn á ný haldið af stað með lestrarátakið LESTRARHESTURINN á bókasafninu okkar á Menningarmiðstöð Hornafjarðar, en öllum grunnskólabörnum gafst kostur á að taka þátt í átakinu. Eins og áður var lagt upp með að börnin lesi bækur yfir sumartímann og skrái upplýsingar um bækurnar á þar til gert þátttöku blað, sem þau svo...