0
128

Listamaðurinn Hlynur Pálmason ætti flestum að vera vel kunnur, það mætti eiginlega helst kalla hann fjöllistamann, en hann kemur víða við í lisstsköpun sinni. Hlynur segir verkin ráða því hvaða leið hann fer í listinni hvert sinn. „Ég vinn í ólíkum miðlum svo velur miðillinn sjálfur hvað hann ætlar að verða, hvort það verði ljósmyndasería eða ef það verður mikil saga sem verður til, ákveður miðillinn að það skuli verða kvikmynd, verkefnin ákveða sjálf hvað þau ætla að verða og ég bara vinn það sem verkefnin segja mér“. Hlynur hefur fengist við ýmisskonar verkefni og hefur átt góðu gengi að fagna með kvikmyndir sínar. Hann hefur gert myndir eins og Hvítur Hvítur dagur, Vetrarbræður og nú nýjustu myndirnar hans sem komu út nú á dögunum Volaða land og Hreiðrið. Volaða land er þriðja kvikmynd Hlyns í fullri lengd og hefur fengið mikið lof víðsvegar um heiminn, ásamt stuttmyndinni Hreiðrið. Báðar myndir hafa verið tilnefndar og unnið til fjölda verðlauna, sem Hlynur segist vera mjög þakklátur fyrir, aðallega fyrir viðurkenninguna sem myndirnar hafa hlotið, bæði fyrir sig og fyrir allan fjöldann af fólk sem kom að myndunum og fyrir framtíðar verkefnin.Verðlaun gefa ákveðinn meðvind fyrir framtíðarverkefni sem nóg er af að taka segir Hlynur.

Volaða land fjallar um danskan prest sem siglir til Íslands og ætlar að byggja þar kirkju og ákveður að ferðast yfir hálendið til að taka myndir af landinu og fólkinu. Hann ræður sér leiðsögumann til að koma honum á áfangastað og saman lenda þeir í ýmisskonar uppákomum. Myndir Hlyns hafa verið teknar upp í Austur-Skaftafelsssýslu að langmestu leyti. Volaða land var tekin út um alla sýsluna sem gaf góða innsýn í hvernig aðstæður og andrúmsloft er á svæðinu. „Þegar ég sá myndina úti fann ég lyktina af Hornafirði. Við náðum að fanga staðinn og stemninguna mjög vel fannst mér“. Hlynur velur að gera myndirnar sínar á Hornafirði, þar líði honum vel með fjölskyldu sinni í nærumhverfinu í einstakri náttúrufegurð. Veðurfar og tími spilar stórt hlutverk í list Hlyns og segir hann hornfirskt veðurfar vera einstaklega gott viðfangsefni. „Ég kann að meta andstæðurnar í veðrinu hérna, það er svo fallegt en á sama tíma svo brutal, það er svo mikið líf í því. Ég vinn mikið með árstíðirnar, hvernig tíminn líður og hringrásina í lífinu, ég held það séu bara þessar andstæður, lífið- , dauðinn-, fallega- og ljóta. Verkefnin framundan taka svo mikið frá lífinu og eru svo inspereraðar af hlutunum í kring. Í gær t.d. þegar það var brjálað rok og rigning fór ég á rúntinn til þess að taka upp veðrið, ég keyrði um með græjurnar mínar og skrúfaði niður rúðuna af og til til þess að ná skotum af rokinu. Ég veit ekkert hvað ég geri við þetta, en svona vinn ég oft. Ef það er eitthvað sem mér finnst spennandi reyni ég að fanga það, svo byrja hugmyndir og sögur að myndast í kringum það“. Hlynur segir að mikilvægasta hlutverk kvikmynda hans sé menningararfurinn sem þær skapa. Að taka svona margar kvikmyndir á einum stað sé ekki algengt en það heimildar svæðið vel fyrir komandi SKRAFAÐ VIÐ HLYN PÁLMASON kynslóðir. Myndirnar sem Hlynur gerir eru oft teknar yfir langan tíma, sér í lagi stuttmyndirnar hans sem geta spannað yfir 2 ára tímabil, sem fangar þá , veðurfar-, landið- og menninguna. Það er mikið þolinmæðisverk að koma kvikmynd í framkvæmd og getur tekið allt að 10 ár frá hugmynd að fæðingu. Hlynur segist vera mjög þolinmóður þegar kemur að vinnu þó það eigi kannski ekki við í öllum aðstæðum. Framundan eru að minnsta kosti 3 myndir sem eru komnar í vinnslu en verkefnin eru mörg og hugmyndirnar hætta aldrei segir Hlynur. „Hjólin eru stöðugt að snúast, ég er örugglega með alltof mörg verkefni í hausnum og ef ég myndi telja þau öll upp myndu þau endast mér næstu 60 árin auðveldlega. Ég á ekki eftir að gera þetta allt, ég vel verkefnin með því að hugsa hvað er framkvæmanlegt og hvað stendur næst hjartanu þá stundina. Hvað hentar mér hér í umhverfinu mínu núna“. Aðspurður hvaðan hugmyndir af verkefnunum koma segist Hlynur vera með frjótt ímyndunarafl og að áhuginn fyrir listinni sé mikill. „Ég er fyrst og fremst ímyndunarveikur, svo fann ég bara leið til að vinna með því, gera þetta að vinnu. Þegar eg var unglingur átti ég erfitt með þetta að vera svona ýmindunarveikur. Svo þegar ég varð eldri náði ég stjórn á þessu. Ég er bara svona “dreamer“, mér finnst gott að grúska og spennandi að vinna með hljóð og mynd og setja saman, ég hef gaman af því að búa til söguþráð og karaktera, ég hef áhuga á myndlist og tónlist og öllum þessum hlutum og þetta tengist allt kvikmyndalist sem er svo góð blanda af þessu öllu. Svo þetta hentar mér bara rosa vel“.

Hlynur er ekki bara með áform um nýjar kvikmyndir heldur er hann ásamt fleirum með áform um að opna bíóhús á Höfn og hafa þau stofnað bíóklúbbinn Bíóloftið sem vinnur að því markmiði. Ásamt því hefur hann verið að vinna að gerð aðstöðu fyrir eftirvinnslu kvikmynda sem komið verður í gagnið á næstu misserum vonar hann. Hlynur segir Hornafjörð vera kjörinn stað fyrir allskonar starf tengdum kvikmyndalist, enda erum við hér rík af náttúru eins og jöklinum, frið og ró og góðu samfélagi. Áfram Sindri segir Hlynur að lokum Eystrahorn þakkar Hlyni fyrir gott og fróðlegt spjall og óskar honum góðs gengis með framtíðarverkefnin sem vonandi verður hægt að sjá í bíóhúsi Bíóloftsins.