Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurjón Andrésson ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti í dag ráðningu Sigurjóns Andréssonar og mun hann hefja störf 1. júlí nk. Sigurjón er 52 ára og búsettur í Hvítholti í Flóahreppi. Hann hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá Góðum samskiptum í Reykjavík ásamt...
Framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla
Framkvæmdir við jarðvegsvinnu til undirbúnings nýrri leikskólabyggingu við Kirkjubraut 47 hófust þann 9. maí. Í gær þriðjudaginn 6. júní sl. sló Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fyrstu klemmuna á mót fyrir uppslátt sökkla og þar með telst bygging leikskólans hafin. Leikskólabörn og starfsfólk, ásamt formanni fræðslunefndar og nokkrum öðrum voru viðstödd athöfnina. Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að með...
Þjónustuslátrun í sláturhúsinu á Höfn
Áformað er að bjóða upp á þjónustuslátrun sauðfjár og geita í sláturhúsinu á Höfn nú á haustmánuðum. Eingöngu er um að ræða slátrun fyrir þá sem hyggjast taka afurðir sínar heim. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að hafa sem fyrst samband við Eyjólf Kristjónsson í síma 840-8871 Netfang:...
Samningi við Sjúkratryggingar Íslands sagt upp
Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagði til á fundi sínum þann 9. júní að samningum við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs hjúkrunarheimilis á Höfn verði sagt upp. Á fundi bæjarstjórnar 11. júní var samþykkt að segja samningnum upp en jafnframt að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um hvernig ríkið geti staðið betur að fjármögnun þannig að áframhald geti orðið á...
Skinney-Þinganes afhendir smáíbúðir
Þingey ehf., dótturfélag Skinneyjar–Þinganess hf., afhenti í dag lykla að sex smáíbúðum sem hafa verið í byggingu frá því í haust. Auk íbúðanna er sameiginlegt rými í miðju húsinu sem inniheldur eina geymslu fyrir hverja íbúð, sameiginlega þvottaaðstöðu og hjólageymslu. Húsið er byggt úr krosslímdu tré sem framleitt er í Austurríki og klætt með álklæðningu. Nær allt efni í...