Kvískerjasjóður úthlutar styrkjum ársins 2021
Nýlega úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2021. Sautján umsóknir bárust og hlutu tólf verkefni styrk að þessu sinni. Hlutverk Kvískerjasjóðs er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúru- og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu. Frá upphafi hefur sjóðurinn stutt við margvísleg metnaðarfull verkefni sem bæði eru mikilvægt framlag inn í vísindaheiminn en ekki síður munu þau geta gagnast til...
Brynja Dögg ráðin umhverfis- og skipulagsstjóri
Brynja Dögg Ingólfsdóttir var ráðinn umhverfis- og skipulagsstjóri sveitarfélagsins eftir ráðningaferli hjá Capacent.
Brynja Dögg hefur tekið til starfa sem umhverfis- og skipulagsstjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Brynja hefur lokið BSc í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er að ljúka mastersnámi í skipulagsfræðum við sama háskóla. Auk þess hefur Brynja lokið einu ári í landupplýsingakerfum við Háskólann í...
Matthildur Ásmundardóttir ráðin bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði
Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU Hornafirði hefur verið ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Matthildur er 40 ára gömul og hefur undanfarin sex ár starfað sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði. Áður starfaði hún sem sjúkraþjálfari hjá HSSA og sjálfstætt á eigin stofu.
Matthildur lauk BSc í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2002, MSc í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ árið 2011 og Verkefnastjórnun og...
Starfstengt nám hjá Fræðslunetinu
Um þessar mundir eru tíu ár síðan að Fræðslunetið bauð í fyrsta sinn upp á nám fyrir félagsliða. Í þessum fyrsta hópi skráðu sig 12 þátttakendur. Námið var skipulagt til tveggja ára og kennt var tvisvar í viku. Eftir þetta fyrsta ár var komin góð reynsla á námsfyrirkomulagið og því fór Fræðslunetið af stað með sambærilegt nám...