Nýr framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands
Stjórn Háskólafélags Suðurlands ákvað á fundi sínum nýverið að ráða Ingunni Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins en auglýst var eftir umsóknum í starfið í maí sl. Sigurður Sigursveinsson, sem gegnt hefur starfinu sl. 12 ár, lætur af störfum vegna aldurs. Ingunn er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands sem og með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík....
Útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli
Island Aviation hefur nú byrjað á að bjóða upp á útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli. Fyrirtækið hefur boðið upp á útsýnisflug frá Reykjavíkurflugvelli en hefur nú stækkað við sig. Þetta er fjölskyldufyrirtæki rekið af Reyni Guðmundssyni og Gretu Björg Egilssdóttur. Reynir er ættaður úr Svínafelli og þekkir því vel til náttúrufegurðarinnar í Hornafirði og það sem hún hefur upp...
Framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla
Framkvæmdir við jarðvegsvinnu til undirbúnings nýrri leikskólabyggingu við Kirkjubraut 47 hófust þann 9. maí. Í gær þriðjudaginn 6. júní sl. sló Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fyrstu klemmuna á mót fyrir uppslátt sökkla og þar með telst bygging leikskólans hafin. Leikskólabörn og starfsfólk, ásamt formanni fræðslunefndar og nokkrum öðrum voru viðstödd athöfnina. Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að með...
Efling FabLab smiðjunnar á Höfn
FabLab Hornafjörður, stafræna smiðja okkar Hornfirðinga hefur stimplað sig vel inn í nýsköpunarumhverfið á Íslandi og víðar með því frábæra starfi sem þar er unnið undir stjórn Vilhjálms Magnússonar, forstöðumanns Vöruhússins. Á mínu fyrsta kjörtímabili í bæjarstjórn 2010-14, var unnið að undirbúningi að opnun smiðjunnar, skoðað hvernig starfsemin væri á öðrum stöðum á landinu og leitað ráðgjafar....
Ný raðhús við Víkurbraut
Nú eru hafnar framkvæmdir vegna byggingar á 8 íbúða raðhúsi. Um er að ræða 8 þjónustuíbúðir fyrir 60 ára+ þar sem skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir möguleikum á þjónustu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrjár íbúðastærðir eru í húsinu svo og geymsla, verönd út frá stofu og verönd við anddyri undir þaki. Byggingaraðili er...