Matur, bjór og leir
Eystrahorn hafði samband við það kraftmikla unga fólk sem stendur að veitingastaðnum og leirvinnustofunni ÚPS en þau eru í óða önn að leggja lokahönd á staðinn og vonast til að geta opnað dyr sínar fyrir Hornfirðingum og gestum á allra næstu dögum, við báðum þau um að segja okkur aðeins frá þessari hugmynd sinni.
Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru samtals 165, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 72 umsóknir og 93 umsóknir í flokki menningarverkefna. Í heild var úthlutað 40 m.kr. eða 20 m.kr. í hvorn flokk til samtals 85 verkefna, 31 verkefni í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna og 54 verkefni í flokki menningarverkefna.
14...
Samtök þekkingarsetra (SÞS) stofnuð
Þann 22. apríl sl. voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Nýheimar þekkingarsetur er aðili að.
Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar. Hin nýstofnuðu...
Efling FabLab smiðjunnar á Höfn
FabLab Hornafjörður, stafræna smiðja okkar Hornfirðinga hefur stimplað sig vel inn í nýsköpunarumhverfið á Íslandi og víðar með því frábæra starfi sem þar er unnið undir stjórn Vilhjálms Magnússonar, forstöðumanns Vöruhússins. Á mínu fyrsta kjörtímabili í bæjarstjórn 2010-14, var unnið að undirbúningi að opnun smiðjunnar, skoðað hvernig starfsemin væri á öðrum stöðum á landinu og leitað ráðgjafar....
Vatnajökull Dekk verður til
Þann 8. júní urðu eigendaskipti á dekkjaverkstæði Vatnajökull Travel þegar Guðbrandur Jóhannsson, sem verið hefur með rekstur í Bugðuleiru 2 í 15 ár, afhenti Sölva Þór Sigurðarsyni lyklana að húsnæðinu. Sölvi Þór tekur við húsnæðinu og rekstri dekkjaverkstæðisins sem nú verður rekið undir nafninu Vatnajökull Dekk. Fyrirtækið mun sinna dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir ökutækja og bjóða...