HSU á Hornafirði og félagsþjónusta sveitarfélagsins hljóta styrk
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni, þann 24. janúar síðastliðinn. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Að þessu sinni var sérstök...
Ný Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs
Á fundi þann 28. nóvember 2022, afgreiddi stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um fyrirkomulag gjaldtöku á árinu 2023. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna. Í þessari stuttu yfirferð verður gerð grein fyrir því hvaða áhrif ný gjaldskrá hefur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Frá því um haustið 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld í Skaftafelli en sú...
Vetrarbræður og Hvítur, hvítur dagur
Vetrarbræður, fyrsta kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, hefur verið tilnefnd fyrir hönd Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og keppir því við fjórar aðrar Norrænar myndir, frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Framlag Íslands er Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandsráðs verða afhend við hátíðlega athöfn í 15. skipti þann 30. október í tengslum við...
Kaffihús í Golfskálanum
Nú í byrjun sumars opnaði Cafe Tee í Golfskálanum við Silfurnesvöll. Þau sem reka kaffihúsið eru Arndís Lára Kolbrúnardóttir og sambýlismaður hennar Barði Barðason en þau komu til Hafnar fyrir um tveimur árum og líkar mjög vel hér. Þau höfðu alltaf haft kaffihúsa/bar draum og þegar þau sáu tækifærið að láta báða rætast létu þau slag standa. Kaffihúsið opnaði...
Lífæðin
Útgáfu bókarinnar Lífæðin, eftir þá Pepe Brix og Arnþór Gunnarsson, var fagnað í Skreiðarskemmunni laugardaginn 10. júní. Fjöldi fólks lagði leið sína á viðburðinn þar sem aðdragandi útgáfunnar var rakinn og ljósmyndum eftir höfundinn varpað upp á vegg.
Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Birni Lúðvík Jónssyni (Lúlla) en það vildi þannig til að hann kemur tvívegis fyrir í bókinni. Fyrst...