Ársfundur Nýheima
Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn 13. maí síðastliðinn. Fram kom í máli forstöðumanns og formanns stjórnar að starfsemi setursins gengur vel, rekstrar- og verkefnastaða þess er góð og er framtíðin því björt. Fjórir starfsmenn eru nú starfandi hjá setrinu. Ársfundi Nýheima var nú í fyrsta sinn streymt á facebook-síðu Nýheima þekkingarseturs og er upptaka fundarins einnig...
HSU á Hornafirði og félagsþjónusta sveitarfélagsins hljóta styrk
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni, þann 24. janúar síðastliðinn. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Að þessu sinni var sérstök...
Vöktun á vaðfuglum á leirum umhverfis Höfn
Við Náttúrustofu Suðausturlands eru unnin fjölbreytt verkefni tengd náttúru svæðisins. Í sumar hóf dr. Lilja Jóhannesdóttir störf hjá stofunni en hún er vistfræðingur að mennt. Lilja er ekki ókunnug svæðinu en hún bjó til 13 ára aldurs á Nýpugörðum á Mýrum. Rannsóknir hennar hafa að mestu beinst að tengslum vaðfugla og landnýtingar. Eitt af verkefnum Lilju er að fylgjast...
Vatnajökull Dekk verður til
Þann 8. júní urðu eigendaskipti á dekkjaverkstæði Vatnajökull Travel þegar Guðbrandur Jóhannsson, sem verið hefur með rekstur í Bugðuleiru 2 í 15 ár, afhenti Sölva Þór Sigurðarsyni lyklana að húsnæðinu. Sölvi Þór tekur við húsnæðinu og rekstri dekkjaverkstæðisins sem nú verður rekið undir nafninu Vatnajökull Dekk. Fyrirtækið mun sinna dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir ökutækja og bjóða...
Starfsemi Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu
Starfstímabil þessarar stjórnar FASK var stutt eða tæpir fimm mánuðir, frá 3. september 2020 til 25. janúar 2021, en engu að síður viðburðaríkt tímabil. Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi FASK 3. september 2020, í stjórn voru kosin Haukur Ingi Einarsson, Bergþóra Ágústsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Ágúst Elvarsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og til vara var Anna María Kristjánsdóttir...