Ný verslun opnar að Hafnarbraut 34
Nú á dögunum opnaði ný verslun, Berg Spor, á Hafnarbraut þar sem Dórubúð var áður til húsa. Hjónin Erla Berglind og Sigurbjörn Árnason standa að baki verslunarinnar. Þeim fannst nauðsynlega vanta góða fataverslun eftir að Dórubúð lokaði og ákváðu að taka málin í sínar hendur og opna verslun. Erla hefur undanfarin 6 ár verið að sauma merkingar...
Tvö ný togskip í smíðum fyrir Skinney – Þinganes
Skinney – Þinganes hf. hefur undirritað samning um smíði á tveimur nýjum togskipum. Áætlað er að smíði hvors skips taki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirnar. Skipin verða 28,95 m...
Skinney-Þinganes afhendir smáíbúðir
Þingey ehf., dótturfélag Skinneyjar–Þinganess hf., afhenti í dag lykla að sex smáíbúðum sem hafa verið í byggingu frá því í haust. Auk íbúðanna er sameiginlegt rými í miðju húsinu sem inniheldur eina geymslu fyrir hverja íbúð, sameiginlega þvottaaðstöðu og hjólageymslu. Húsið er byggt úr krosslímdu tré sem framleitt er í Austurríki og klætt með álklæðningu. Nær allt efni í...
Fiskbúð Gunnhildar opnuð á Höfn
Búðin opnar laugardaginn 30. júní kl. 15:30 og verður opin til 17:30 en mánudagurinn 2. júlí mun vera fyrsti almenni opnunardagurinn.
Fiskbúð Gunnhildar er staðsett að Víkurbraut 4, norðurenda. Til að byrja með mun verslunin vera opin 4 daga í viku, mánudag til fimmtudags, frá kl 14:00 til 18:00. Á boðstólum verða ferskur fiskur, þorskur, ýsa, og aðrar skemmtilegar fisktegundir....
Er einhver stefnumótun í gangi í ferðamálum?
DMP áætlun fyrir Suðurlandið er hafin
Mikið hefur verið í umræðunni að „engin sýn“ og „engin stefna“ sé í gangi í ferðamálum á landinu. Flestir geta sammælst um að verkefnin séu næg sem fylgja örum vexti og auknum fjölda gesta til landsins og að svo væri í hvaða atvinnugrein sem er sem myndi upplifa slíkt.
Mynd 1 Ferli stefnumótandi áætlunar -...