Matarauður Suðurlands
Matarauður Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið í samvinnu við Matarauð Íslands. „Við erum að greina landshlutann út frá nokkrum mataráttavitum og draga þannig fram þau hráefni sem framleitt er á hverju svæði eða er nýtt í matvælaframleiðslu ásamt helstu matarhefðum innan viðkomandi radíusar. Ef fólk hefur skemmtilegar sögur um matarhefðir á sínu...
Jákvæð heilsa og verðmætamat
Eflaust er það einstaklingsbundið hvað hver og einn telur til verðmæta. Lengst af hafa samfélög mannanna verið drifin áfram af þeim hvata að allt þurfi að aukast, vaxa og margfaldast, þannig verði verðmætin til. Til að fylgjast með gangi mála við verðmætasköpunina mælum við t.d. verga landsframleiðslu og hagvöxt. Við mælum afköst, framleiðni og árangur og oftar...
Ágætu íbúar
Þakklæti og auðmýkt er okkur efst i huga. Úrslit kosninga skiluðu okkur 3 fulltrúum í bæjarstjórn. Ykkar stuðningur skiptir máli og viljum við sjálfstæðismenn í sveitarfélaginu Hornafirði þakka fyrir góðar ábendingar og að íbúar hafi gefið sér tíma til að mæta á viðburði og í spjall um málefni sveitarfélagsins okkar. Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg allt...
Lesandi mánaðarins
Eystrahorni barst þessi stór skemmtilega mynd af labrador hundinum Nóa Svan þar sem hann virðist vera að lesa síðasta tölublað Eystrahorns.
Myndin með forsíðugrein blaðsins af krökkunum í barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar að leika sér í ánni við Þorgeirsstaðarfoss hefur örugglega heillað og kannski hefur Nói óskað sér að geta buslað með krökkunum í ánni. Ósagt skal látið hvort...
Grænt og vænt í matinn
Í rúm þrjú ár hef ég að mestu leyti neytt matar sem á uppruna sinn í plönturíkinu og var beðin um að skrifa hér pistil um mína reynslu. Á ensku er oft talað um “whole-food plant-based diet” en ég hef ekki fundið neitt nógu lipurt orðtak yfir það á okkar ylhýra. Í draumalífi myndi ég helst vilja...