Lesandi mánaðarins

0
581
Nói Svan las blaðið alveg í ræmur. Mynd: Ragnheiður Rafnsdóttir

Eystrahorni barst þessi stór skemmtilega mynd af labrador hundinum Nóa Svan þar sem hann virðist vera að lesa síðasta tölublað Eystrahorns.
Myndin með forsíðugrein blaðsins af krökkunum í barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar að leika sér í ánni við Þorgeirsstaðarfoss hefur örugglega heillað og kannski hefur Nói óskað sér að geta buslað með krökkunum í ánni. Ósagt skal látið hvort annað efni blaðsins hafi vakið áhuga hans.
Kannski er kominn tími fyrir Eystrahorn að birta efni fyrir hunda eða aðra fjórfætlinga í blaðinu?