Fórnarlömb
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er að mig langar að vekja umræðu í samfélaginu okkar um nokkuð sem ég hef lengi velt fyrir mér og hvort megi með samhentu átaki leysa þannig að allir verði ánægðir með útkomuna.Þetta snýr að lausagöngu búfjár og þá aðallega því sem heldur sig á og við þjóðveg 1...
Fleiri fjallaskála
Tek undir með Írisi Ragnarsdóttur Pedersen í grein sem birtist í Eystrahorni 16. júní sl. Hún hvetur til þess að reistur verði skáli – og rekinn - á Öræfajökli, t.d. við Sandfellsleiðina. Slík hugmynd hefur verið lengi á kreiki. Fjallamenn, sem störfuðu 1939-1968, hugðust byggja skála á hæsta fjalli landsins, líkt og þeir höfðu þá gert á...
Frábær Færeyjaferð
Út til eyja
Stundvíslega klukkan 10:30 miðvikudaginn 18. maí stigum við 43 eldri Hornfirðingar upp í rútu frá Vatnajökull Travel og hófum þar með ferð til að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Eftir smá stopp á Egilsstöðum var ekið yfir kuldalega Fjarðarheiði og niður á Seyðisfjörð þar sem hersingin steig um borð í...
Vorverkin og garðaúrgangur
Nú þegar íbúar eru farnir að huga að vorverkum í görðum sínum er ekki úr vegi að fjalla aðeins um garðaúrgang. Á síðastliðnu hausti var lokað á aðgengi að Fjárhúsavík þar sem íbúar hafa á undanförnum árum fengið að losa garðaúrgang frá lóðum sínum. Svæðinu var því miður lokað vegna slæmrar umgengni og vegna þess að verið...
Lokametrar PEAK verkefnisins
Í síðustu viku lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu New Hights for Youth Entrepreneurs – PEAK. Markmið verkefnisins er að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri...