Volaða Land vinnur til verðlauna
Kvikmyndin Volaða Land vann Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni. Hlynur Pálmason, leikstjóri myndarinnar, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn nú um helgina.
Kvikmyndahátíðin, sem fagnar 70 ára afmæli í ár, er meðal virtustu hátíða í heimi og ein fárra svokallaðra A-hátíða. Hlynur sat í aðaldómnefnd hátíðarinnar, ásamt því að sýna tvær nýjustu myndir...
Tjarnarsýn – ljósmyndasýning
Föstudaginn 10. janúar verður ljósmyndasýning opnuð í bókasafni Menningarmiðstöðvar Hornfjarðar sem haldin er á vegum Náttúrustofu Suðausturlands og er að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Sýningin er hliðarafurð rannsóknar sem fram hefur farið síðustu tvö ár á fuglalífi á og við tjarnir í Sveitarfélaginu Hornafirði en myndirnar eru allar teknar með flygildi. Tjarnir og vötn eru sérstök...
Bráðskemmtilegur fjölskylduvænn söngleikur
Nú styttist óðum í frumsýningu á hinum sívinsæla fjölskyldusöngleik Galdrakarlinum í Oz. Verkið er sett upp í Mánagarði í samstarfi leikfélags Hornafjarðar við FAS. Flestir ættu nú að kannast við hinar ýmsu sögupersónur sem eru á kreik í Oz og nágrenni en sem dæmi má nefna Dórótheu, hundinn Tótó, fuglahræðuna, járnkarlinn, ljónið, góðu norðannornina, vondu vestannornina og...
FAS í Gettu betur
Líkt og undanfarin ár tekur Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu þátt í Gettu Betur. Liðið að þessu sinni skipa þau Björgvin Freyr Larsson, Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Oddleifur Eiríksson en þjálfari liðsins er Sigurður Óskar Jónsson, fyrrum nemandi í FAS og þátttakandi í Gettu Betur. Síðustu mánuði hafa farið fram stífar æfingar hjá liðinu og varamönnum liðsins.
Mánudaginn 6. janúar...
Grétar, Jón Áki og Sigurður Einar ásamt krökkunum í 1.bekk.
Kvennakór Hornafjarðar hefur ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði þrátt fyrir samkomubann. Undir styrkri stjórn Heiðars Sigurðssonar kórstjóra tók kórinn upp þrjú lög í nokkurs konar samkomubannsútgáfu þar sem hver og ein kórkona tók upp eigin söng ásamt myndbandi sem síðan var klippt saman og birt á samfélagsmiðlum. Ekki var hægt að halda hefðbundna tónleika og því...