Undankeppni hönnunarkeppni Samfés
Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Þrykkjan Félagsmiðstöðin á Höfn undankeppni í Nýheimum í Stíll Hönnunarkeppni Samfés, þemað í ár er 90‘s.
Liðið sem vinnur flottustu hönnunina fer í
1. sæti og fær að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur að keppa 2.febrúar en einnig fær liðið í öðru sæti að fara til Reykjavíkur að keppa þar líka í Stíll Hönnunarkeppni Samfés...
Forn býli í landslagi
Hver þekkir bæjarheitin Butra eða Hellar? Líklega kannast fáir þeirra sem yngri eru við þau en margir af eldri kynslóðum Austur-Skaftfellinga hafa heyrt þeirra getið. Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru mikil og merk ummerki um horfna byggð frá liðnum öldum. Ummerkin eru ýmsar tegundir jarðlægra minja, m.a. tóftir bæjarhúsa og annarra mannvirkja tengdum þeim. Þau eru vitnisburður um...
Stafafellskirkja – hið fegursta hús
Í ár eru liðin 150 ár frá því að núverandi kirkja í Stafafelli var vígð. Áður var þar torfkirkja en Stefán Jónsson frá Hlíð segir svo frá; „Eftir kristnitökuna mun kirkja hafa verið sett á Stafafelli ekki löngu síðar. Kirkjan var helguð Maríu mey, því kölluð Maríukirkja. Fyrstu heimildir um kirkjuna eru frá 1201, þá syngur Guðmundur biskup góði...
Humarhátíð – Er það ekki?
Nú nálgast helgin óðum og Humarhátíðin færist nær. Allt er þetta að taka á sig mynd sem fer að fljóta út á netið næstu daga. Sem er bara spennandi.
Humarhátíðarnefndin í ár er sett saman af fólki sem kemur úr öllum áttum. Við erum að leggja í vegferð sem við vonumst til að beri þann árangur að Humarhátíðin okkar verði...
Hirðingjarnir styrkja Björgunarfélagið
Þann 9. ágúst síðastliðinn fékk Björgunarfélag Hornafjarðar heldur betur rausnalegt framlag frá Hirðingjunum Nytjamarkaði á Hornafirði að upphæð 1.000.000 kr.
Sú upphæð er eyrnamerkt tækjakaupum og mun það nýtast vel.
Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar þeim kærlega fyrir þennan styrk.