Undankeppni hönnunarkeppni Samfés

0
2061
Anna Lára Grétarsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Ethel María Hjartardóttir og Selma Ýr Ívarsdóttir

Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Þrykkjan Félagsmiðstöðin á Höfn undankeppni í Nýheimum í Stíll Hönnunarkeppni Samfés, þemað í ár er 90‘s.
Liðið sem vinnur flottustu hönnunina fer í
1. sæti og fær að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur að keppa 2.febrúar en einnig fær liðið í öðru sæti að fara til Reykjavíkur að keppa þar líka í Stíll Hönnunarkeppni Samfés þema 90‘s, í íþróttahúsinu Digranesi Skálaheiði 2 í Kópavogi. Húsið opnað kl. 13:00 þá hefst undirbúningur keppenda. Keppnin byrjar kl. 15:00 stendur til 17:00. Miðaverð er 500 kr og frítt er fyrir yngri en 16 ára.
Í ár tóku 3 lið þátt í keppninni hjá Þrykkjunni.
Góð mæting var á keppnina og erfitt var að gera upp á milli liða. Öll liðin stóðu sig vel og eru búin að leggja mikla vinnu í þetta stóra krefjandi verkefni. Þarna eru miklir hæfileikar á ferð.
Liðin búa til persónu og segja sögu hennar, hanna á hana föt, förðun, hárgreiðslu, fas og líkamsburði og skrá hvert skref í dagbók og möppu.
Verðlaun eru veitt fyrir flottasta hárið, flottustu förðunina, flottustu hönnunina, flottustu möppuna og bestu liðsheildina.
Verðlaun fyrir flottasta hárið fengu Amylee Da Silva, Líney S. Sæmundsdóttir, Laufey Ó. Hafsteinsdóttir og Þóra L. Ásmundsdóttir. Þær eru einnig í 3.sæti.
Verðlaun fyrir flottustu förðunina og flottustu möppuna fengu Aníta Aðalsteinsdóttir, Arna Ó. Arnarsdóttir, Nína D. Jóhannsdóttir og Dagmar Lilja Óskarsdóttir. Þær eru einnig í 2. Sæti og fá að keppa fyrir hönd Þrykkjunnar í Reykjavík 2. febrúar.
Verðlaunin fyrir flottustu hönnunina og bestu liðsheild fengu þær: Anna Lára Grétarsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Ethel María Hjartardóttir og Selma Ýr Ívarsdóttir.
Þær eru einnig í 1. sæti og fá að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur 2. febrúar.
Það voru því miður engir drengir með í keppninni í ár en nokkrir voru með í fyrra vonandi verða þeir með næst.
Sunna Guðmundsdóttir sá um undirbúning og handleiðslu hópanna fyrir hönd Þrykkjunnar. Bestu þakkir fyrir það Sunna.
Dómarar í undankeppninni í Hönnunarkeppni í Stíll voru Eva Ósk Eiríksdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir og Sigrún Gylfadóttir. Hafi þær bestu þakkir fyrir.

Besta kveðja
Guðbjörg Ómarsdóttir
Forstöðumaður Þrykkjunnar Félagsmiðstöð
Sveitarfélagið Hornafjörður
Stefanía Ósk Hjálmarsdóttir
Frístundaleiðbeinandi Þrykkjunnar Félagsmiðstöð
Sveitarfélagið Hornafjörður