Hirðingjarnir styrkja Björgunarfélagið
Þann 9. ágúst síðastliðinn fékk Björgunarfélag Hornafjarðar heldur betur rausnalegt framlag frá Hirðingjunum Nytjamarkaði á Hornafirði að upphæð 1.000.000 kr.
Sú upphæð er eyrnamerkt tækjakaupum og mun það nýtast vel.
Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar þeim kærlega fyrir þennan styrk.
Kino á Cafe Vatnajökli
Það er stundum talað um Viktor Tsoi og Kino einsog tónlist þeirra og ljóð hafi fellt Sovétríkin. Það er býsna bratt en hrein staðreynd að hljómsveitin spilaði gríðarlega rullu í þeirri hugarfarsbreytingu sem var undanfari hrunsins. Á sama tíma er Tsoi einsog rafmagnaður Dylan, sem hljóp undan þjóðinni sem vildi gera hann að pólitískum spámanni eða praktískum...
Vortónleikar karlakórsins Jökulls
Við erum hér í jöklanna skjóli og búum við þau forréttindi að vera umlukin náttúrufegurð hvert sem augað eygir. Náttúran færir okkur aukinn kraft og er okkur hvatning til að gera betur í dag en í gær. Listamenn nútímans sem og til forna hafa notað umhverfið til listsköpunnar, hvort sem þeir hafa málað á striga, tekið á...
Samtal um sjálfsævisögur
Pétur
Soffía Auður
Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir ræða saman og lesa upp úr þýðingum sínum á sjálfsæviskrifum Jeans-Jacques Rousseau og Virginiu Woolf Nýútkomnar eru þýðing Péturs Gunnarssonar á sjálfsævisögu franska höfundarins Jean-Jacques Rousseau og þýðing Soffíu Auðar Birgisdóttur á endurminningum ensku skáldkonunnar Virginiu Woolf. Játningar Rousseau...
Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu
Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu rekur tvö skógræktarsvæði, annað þeirra er í Haukafelli á Mýrum í landi félagsins en það hefur verið eigandi þess síðan 1985. Hitt svæðið er við Drápskletta á Höfn, nánar tiltekið milli gömlu motocrossbrautarinnar og hesthúsahverfisins í Ægissíðu.
Í Haukafelli er risinn myndarlegur skógur og hefur verið mikið verið plantað í svæðið frá því að Skógræktin eignaðist...