Opið hús í leikskólanum Sjónarhóli

0
976

Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. er íbúum í sveitarfélaginu boðið að koma og skoða leikskólann okkar frá klukkan 16.15 til klukkan 18.00.
Sjónarhóll er sex deilda leikskóli. Fyrstu börnin hófu skólagöngu þann 20. ágúst á þessu ári en þá höfðu starfsmenn undirbúið opnunina frá 14. ágúst ásamt því að sitja sameiginleg námskeið um uppeldi til ábyrgðar, tákn með tali, uppeldi sem virkar, Lubbi finnur málbein og fleira.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest

Starfsfólk Leikskólans Sjónarhóls