Leikbrúður: Brú milli menningarheima

0
939

Tessa Rivarola flutti til Hafnar fyrr á árinu og er nú þegar orðin mörgum Hornfirðingum kunn. Hún vinnur nú í Þrykkjunni við góðan orðstír, ásamt því að vinna að ýmsum spennandi listaverkefnum. Ég efast ekki um að Hornfirðingar munu taka eftir þessari áhugaverðu og skemmtilegu konu á næstu misserum.
Tessa samþykkti að skrifa smá grein um brúðuleikhúsið sem margir Hornfirðingar kannast kannski nú þegar við. Er greinin birt hér í íslenskri þýðingu okkar.

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir


Í maí á þessu ári kom ég til Hornafjarðar frá litlu landi í Suður Ameríku hinu megin í heiminum, án þess að kunna nokkuð í íslensku og þyrst í að læra meira um hið óþekkta. Ég var spennt, en ég var líka óviss. Hvernig get ég tengst fólkingu, án þess að kunna tungumálið þeirra? Ég fann svarið í leikbrúðum. Brúðurnar vita að við erum öll gerð úr sögum, og þær þurfa ekki orð til tjá sig. Þær eru heyfingar. Þær eru tjáning.
Ég hef verið að vinna með brúðuleikhús í 10 ár ásamt Carola Mazzotti sem hluti af fyrirtæki sem heitir Kunu‘u Títeres. Mánuði eftir að ég kom til Íslands var Humarhátíð í Hornafirði og tók ég þátt í hátíðinni þar sem ég bauð uppá brúðuleikhús, pínulítinn heim í kassa. Í júlí ferðaðist ég með sama kassann til Seyðisfjarðar þar sem ég tók þátt í listahátíðinni Lunga. Í desember bauð ég síðan gestum á jólahátíðinni í Nýheimum að njóta brúðuleikhússins.

Þessir litlu leiklistarkassar eru kallaðir „Lambe-lambe leikhús“ og voru fundnir upp fyrir 30 árum af tveimur brasílískum konum frá Salvador Bahía. Aðeins einn einstaklingur verður vitni að hverri sýningu, þessvegna lít ég á þessa listsköpun sem „hátíð nándar og persónulegra augnsambanda“. (celebration of closeness and personal eye-to-eye contact) Það er í gegnum þessa tengingu sem brúin milli tungumála og aldursmismunar er byggður, þarna næst fram einstök samkennd sem aðeins brúðurnar leyfa.
Á meðan ég lifi við fegurð og efiðleika þess að vera af erlendu bergi brotin, treysti ég á að listin færi okkur nær hvort öðru, þrátt fyrir það hvað við erum ólík.