Ungmennaráð tekið til starfa
Ungmennaráð Hornafjarðar 2022-2023 er nú tekið til starfa. Það er samansett af ungmennum á aldrinum 13 til 24 ára, fulltrúum frá FAS, GH, Þrykkjunni , umf. Sindra og fulltrúum úr atvinnulífinu.
Ráðið fundar einu sinni í mánuði auk þess sem stefnt er að skemmtilegum verkefnum með íbúum Hornafjarðar.
Ungmennaráð hefur skipað áheyrnarfulltrúa í fastanefndir sveitarfélagsins og...
Rithöfundakvöld 2023
Nú er komið að hinu geisivinsæla rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar en í ár fer viðburðinn fram miðvikudaginn 29.nóvember kl.20 í Nýheimum.
Nú fáum við til okkar hvorki meira né minna en 6 rithöfunda sem allir gefa út bók fyrir þessi jólin. Bækurnar eru fjölbreyttar og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Viðurkenningar fyrir störf á sviði sjó- og strandminja
Þann 11. október 2021, veitti Samband íslenskra sjóminjasafna þremur valinkunnum mönnum viðurkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið. Þessir menn hafa starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki. Þetta eru Geir Hólm, Hafliði Aðalsteinsson og Þór Magnússon.
Geir Hólm varð safnstjóri Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði árið...
Hljómsveitin Fókus sigurvegarar Músíktilrauna
Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma. Rokkhljómsveitin...
Dagur íslenskrar náttúru – strandhreinsun
Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður og stofnanir Nýheima í samstarfi og með stuðningi landeigenda og fyrirtækja á Hornafirði standa fyrir strandhreinsun á degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september. Í ár ber Alþjóða strandhreinsunardaginn upp á sama dag og er því við hæfi að tileinka daginn strandlengju sveitarfélagsins og hafinu.
Ætlunin er að hreinsa afmarkað svæði á Breiðamerkursandi frá Reynivöllum að Kvíármýrarkambi. Hluti...