Konur á palli
Ágætu hornfirðingar. Við eigum öll okkar árvissu vorboða, eitthvað sem segir okkur að vorið sé komið, grundirnar að gróa og sumarið framundan. Í ár er allt breytt og fastir liðir eins og venjulega ekki endilega svo fastir. Einn af þessum árvissu vorboðum eru vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður ekki hægt að halda venjulega...
Fögnum fjölbreytileikanum
Íslendingar búa vítt og breitt um heiminn og á Íslandi býr vaxandi hópur fólks af erlendum uppruna eins og við Hornfirðingar höfum orðið varir við. Með vaxandi þróun í átt að fjölmenningarsamfélagi felast mörg tækifæri til að auðga og styrkja það sem fyrir er með því að nýta þekkingu og læra af menningu íbúa af erlendum uppruna. Til þess...
Húlladúllan heimsótti Höfn
Sirkuslistakonan Húlladúllan heimsótti Höfn um síðastliðna helgi. Húlladúllan heitir réttu nafni Unnur María Máney Bergsveinsdóttir og er hún sjálfstætt starfandi sirkuslistakona sem er búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og einnig breska sirkusnum Let’s Circus. Hún hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og Mexíkó. Hún hefur lokið húllakennaranámi og sirkuskennaranámi....
Tilraun Æðarrækt – Arnhildur Pálmadóttir
Arnhildur Pálmadóttir arkítekt er listamaður vikunnar, en hún á eitt mest áberandi verkið á sýningunni Tilraun Æðarrækt, því það er staðsett inn í Miðbæ þar sem flestir Hornfirðingar eiga leið hjá. Arnhildur er að eigin sögn blanda af praktískum arkitekt og rugludalli með barnslegan áhuga á að skoða hin ýmsu mál frá mismunandi sjónarhornum.
„Ég fæ innblástur...
Félag eldri Hornfirðinga hvílir starfsemi sína
Í ljósi nýrra sóttvarnareglna hefur stjórn FEH ákveðið að hvíla starfsemina meðan þessar reglur eru í gildi. Samkvæmt fyrirmælum er okkur ætlað að vera með starfsemi félagsins eingöngu í innri herbergjum Ekru og ganga inn um smíðastofudyrnar sem okkur finnst illframkvæmanlegt. Við viljum sýna varúð í verki og ekki bera ábyrgð á neinu starfi til 17. nóvember....