Konur á palli

0
1169

Ágætu hornfirðingar. Við eigum öll okkar árvissu vorboða, eitthvað sem segir okkur að vorið sé komið, grundirnar að gróa og sumarið framundan. Í ár er allt breytt og fastir liðir eins og venjulega ekki endilega svo fastir. Einn af þessum árvissu vorboðum eru vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður ekki hægt að halda venjulega tónleika. En örvæntið eigi! Þar sem þið getið ekki komið til okkar, ætlum við að koma til ykkar! Gaman væri að eiga saman söngstund þar sem við syngjum fyrir ykkur og með ykkur. Við ætlum að rúnta um bæinn okkar á glæstum söngpalli og að sjálfsögðu förum við eftir öllum covid reglunum. Sérlegur bílstjóri kórsins og eigandi söngvagnsins er Haukur Gíslason.
Fimmtudaginn 14. maí hefjum við söngferðina við Golfskálann og syngjum okkur í gegnum bæinn og stoppum á nokkrum vel völdum stöðum og tökum lagið.

  • Golfskálinn kl. 17.00
  • Kirkjubraut 36 til móts við Hóteltúnið kl. 17.15
  • Nettó/Nýheimar kl. 17.25
  • Hafið kl. 17.40
  • Fákaleira 9 kl.17.55

Söngferðina ætlum við svo að enda á því að syngja fyrir utan hjúkrunarheimilið og Ekru. Það væri gaman að sjá ykkur sem flest og gleðilegt sumar.

Kærar kveðjur frá Kvennakór Hornafjarðar.