Hirðingjarnir gefa Björgunarsveitinni Kára í Öræfum veglega gjöf
Þann 1. október síðastliðinn gaf nytjamarkaður Hirðingjanna peningagjöf að upphæð 1 milljón krónur til Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum. Þetta er tíunda árið sem við erum með nytjamarkaðinn og af því tilefni ætlum við að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að vera með í þessari gjöf, þannig að gjöfin verði ennþá stærri til björgunarsveitarinnar. Frá og með 1. október...
Fjölmenni og fjör við opnun gönguleiðarinnar Mýrajöklar
Gönguleiðin Mýrajöklar, sem er annar hluti Jöklaleiðarinnar, var opnuð formlega í Haukafelli fimmtudaginn 31. ágúst sl. Við sama tilefni var vígð ný göngubrú yfir Kolgrafardalsá sem opnar gönguleið frá Haukafelli að Fláajökli.
Gönguleiðin tengir saman svæði þriggja skriðjökla, Fláajökuls, Heinabergjökuls og Skálafellsjökuls, sem saman mynda Mýrajökla. Leiðin nær frá Haukafelli að Skálafelli og er um 22 km að löng. Alls...
Nemendur FAS kynna sér Cittaslow
Einn þeirra áfanga sem er kenndur í FAS þessa önn heitir Erlend samskipti og í honum eru núna 10 nemendur. Þessi áfangi er hluti af þriggja ára samskiptaverkefni undir merkjum Nordplus. Í verkefninu eru skólar í Finnlandi, Noregi og Íslandi að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Áherslan þessa önn er á heimsmarkmið 12 sem fjallar um ábyrga...
K100 í beinni frá Höfn
Dagskrá K100 á morgun, föstudaginn 3. júlí verður öll úr útsendingarhjólhýsi K100 á besta stað í bænum fyrir utan sundlaug Hafnar. Þangað munu koma ýmsir góðir gestir úr bænum.
Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á morgun, 3. júlí,...
Hvítur, hvítur dagur sýnd á Höfn
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hornfirðingsins Hlyns Pálmasonar verður forsýnd á Hafinu á Höfn í Hornafirði sunnudaginn 25.08. Um er að ræða fyrstu sýningu myndarinnar á Íslandi en hún var tekin upp að stórum hluta á Höfn eins og kunnugt er. Myndin verður í framhaldinu frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. september. ...