Unglingadeildin Brandur
Í Björgunarfélagi Hornafjarðar starfar Unglingadeildin Brandur. Unglingadeildin hefur starfað í mörg ár en hefur tekið löng hlé inni á milli. Að starfa í unglingadeildinni Brandi er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Allir á aldrinum fimmtán til átján ára geta tekið þátt en þegar einstaklingar hafa náð átján ára aldri mega þeir fara yfir í stóru deildina en það...
DANSINN LENGIR LÍFIÐ
Listakonan Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason er búin að vera dansari eins lengi og hún man eftir sér. Ferðalagið byrjaði við fjögurra ára aldurinn í Balletskóla Eddu Scheving og hélt áfram upp í háskóla þar sem hún menntaði sig í samtímadansi. Síðastliðin ár hefur Ragnheiður hvílt dansskóna á meðan hún hefur snúið sér meira að myndlist og gjörningum. Hún...
Almar Páll
Almar Páll Lárusson er 15 ára sonur þeirra Jónínu Krístínar Ágústsdóttur og Lárusar Páls Pálssonar. Almar flutti á Höfn með fjölskyldu sinni þegar hann var 12 ára þegar pabbi hans tók við starfi framkvæmdastjóra Sindra og kannast flestir krakkar við mömmu hans en hún kennir heimilisfræði við Grunnskóla Hornafjarðar.
Almar Páll
Fléttubönd
Bókaforlagið Ormstunga gefur út bókina Fléttubönd eftir Stefán Sturlu.
Þetta er önnur bókin í glæpasögu þríleiknum um Lísu og samstarfsfólk hennar. Fyrsta bókin Fuglaskoðarinn kom út fyrir ári og naut mikilla vinsælda.
Hver bók er sjálfstæð saga. Tíminn sem líður í söguheimi bókanna er sá sami og tíminn milli útgáfu bókanna. Við kynnumst því stöðu sögupersónanna og hvernig líf þeirra snýst...
Ekki yfirtaka heldur samlífi
Rúna Thors, einn sýningarstjóra Tilraun Æðarrækt sem nú má sjá inni á Svavarssafni og víðar (bókasafni, sundlaug, Gömlubúð og Miðbæ) þekkir vel til á Höfn, en hún vann hér eitt sumar og hefur sjálf sýnt í Svavarssafni. Rúna er vöruhönnuður og lektor við Listaháskólann, en á sýningunni má sjá ýmsar tilraunir með æðadún.