Flottir “Hellisbúar” í þriðja sæti
Landvernd stóð fyrir alþjóðlegu verkefni á meðal skóla á Íslandi sem kallast Ungt umhverfisfréttafólk, það kallast á ensku YRE og stendur fyrir Young Reporters for the Environment. Verkefninu er ætlað að valdefla ungt fólk og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif með því að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. Nemendur...
Útskrift frá FAS
Síðasta laugardag fór fram útskrift í FAS. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift, en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu um að ávarpa og kveðja útskriftarefni. Meðal útskriftanemenda núna voru tvær stúlkur sem tóku sitt stúdentspróf í...
Fataskiptislá í Nýheimum
Á dögunum settu starfsmenn Nýheima þekkingarsetur upp fataskiptislá á vesturgangi hússins og býðst starfsmönnum og gestum að taka af og/eða bæta við fatnaði á slána eftir hentugleika. Fataskiptisláin er hluti af verkefninu Umhverfis Suðurland en það er sameiginlegt átak sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, og gengur út á öflugt árvekni- og hreinsunarátak...
Framboðið Kex
Næstkomandi miðvikudag, þann 23. febrúar, verður stofnfundur framboðsins Kex haldinn í Nýheimum. Framboðið Kex er hópur ungs fólks sem hingað til hefur ekki látið til sín taka í sveitarstjórnarmálum. Við eigum það öll sameiginlegt að hafa valið okkur Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðar heimili og höfum við skýra og einlæga sýn á samfélagið sem við viljum búa í. ...
Sýningin Óværa eða ábati í Svavarssafni
Sýningin Óværa eða ábati, sem er í fremra rými Svavarssafns sem átti að ljúka þann 6. janúar hefur nú verið framlengd til 14. febrúar. Á sýningunni má sjá verk eftir Efnasmiðjuna sem samanstendur af þeim Elínu Sigríði Harðardóttur sem er fædd og uppalin á Höfn og Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur. Sýningin er angi af verkefni þeirra Lúpínan í...