Stefán Sturla les úr ný útkominni bók
Föstudagshádegin í Nýheimum hafa hafið göngu sína eftir sumarhlé. Á morgun föstudaginn 13. mun Stefán Sturla, sem margir Hornfirðingar kannast við, lesa úr ný útkominni spennusögu sinni "Fuglaskoðarinn", segja frá tilurð bókarinnar og árita og selja bókina á staðnum.
Stefán Sturlu þarf vart að kynna fyrir Hornfirðingum. Hann kom hingað ungur maður á vertíð og ílengdist. Hann hóf sambúð með...
Útskrift frá FAS
Útskrift frá FAS fór fram sl. laugardag. Að þessu sinni útskrifuðust 19 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi og fjórir nemendur ljúka A-stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru:
Aftari röð til vinstri: Björk Davíðsdóttir, Adisa Mesetovic, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Anna Birna Elvarsdóttir, Anna Soffía Ingólfsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, Petra Augusta Pauladóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Elín Ása Heiðarsdóttir, Lilja Karen Björnsdóttir.
Fremri röð...
Leit að postulíni – sýning í Svavarssafni
Margt var um manninn þegar sýningin “Leit að postulíni” var opnuð föstudaginn
22. september í Svavarsafni. Brynhildur, Ólöf Erla og Snæbjörn hafa unnið saman í yfir ár að verkefninu. Verkefnið er í grunninn rannsókn á þeim möguleikum og hindrunum sem felast í nýtingu íslenskra jarðefna til að búa til postulín. Kveikjan að leitinni var saga postulíns, áhrif þessa sérstæða efnis...
Bekkir á gönguleiðum á Hornafirði
Verkefnið Brúka bekki var hrundið af stað árið 2010 af Félagi sjúkraþjálfara á Íslandi þegar félagið varð 70 ára. Sjúkraþjálfarar ákváðu þá að fara af stað með samfélagsverkefni sem hvatningu til aukinnar hreyfingar og til hagsbóta fyrir almenning. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eldra fólk stundi hæfilega hreyfingu sér til heilsubótar. Niðurstöður þessara rannsókna sýna...
Hreindýrið á Höfn
Í vetur og vor hefur eitt hreindýr haldið sig á Höfn. Lengi vel var það í Óslandi, en hefur einnig flakkað um bæinn og sést á tjaldstæðinu, nærri íbúðarhúsum og víðar.
Hreindýr eru yfirleitt í hópum, en þó má búast við að sjá stök dýr, einkum síðla vetrar og stundum eru þau veikburða. Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýr og til þeirra...