Rjómavöffluballið í Ekru
Þann 26. janúar fór fram vöffluball á vegum Félags eldri Hornfirðinga. Haft var samband við Nemendaráð FAS og Ungmennaráð Hornafjarðar og ungmennum boðið að koma. Fjórir nemendur úr FAS mættu og skemmtu sér konunglega. Alls konar dansar voru dansaðir og þótti ungmennunum skemmtilegt að læra þá. Þetta var öðruvísi en böll sem...
Góð mæting á aðalfund FeH
Félag eldri Hornfirðinga hélt aðalfund sinn sl. laugardag og var ágæt mæting á fundinum. Auk venjulegra aðalfundastarfa var talsverð umræða um væntanlega viðbyggingu við Skjólgarð. Lagði stjórnin fram ályktun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingarinnar þar sem skorað er á bæjaryfirvöld og heilbrigðisráðherra að sem allrar fyrst verði hafist handa við hönnun og framkvæmdir við þetta brýna hagsmunamál eldri borgara og allra...
Jólavættir og ratleikur á Höfn
Ljóst er að hefðbundinn jólaundirbúningur og jafnvel jólahaldið sjálft verði nú með nýju sniði. Mikil óvissa hefur einkennt misserið og margt farið fram á annan hátt en áætlað var. Vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda hefur aðventuhátíð Menningarmiðstöðvar verið aflýst, en ekki er öll nótt úti. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulega nálgun sem getur skapað skemmtilegt nýnæmi. Því ætlar Menningarmiðstöðin...
Takk fyrir stuðninginn
Félagar í Kiwanisklúbbnum ÓS þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu með stuðningi sínum í jólatréssölu klúbbsins fyrir jólin. Þessi stuðningur hefur þegar verið sendur áfram til þeirra sem á þurftu að halda yfir hátíðirnar og vonum við að þetta framtak okkar með ykkar hjálp hafi gefið þeim sem á þurftu að halda, ástæðu til...
Útskriftarferð 10. bekkjar 2020
Við í tíunda bekk í Grunnskóla Hornafjarðar lögðum af stað í útskriftarferðina okkar þriðjudaginn 2. júní. Með okkur voru Nanna Dóra, umsjónarkennarinn okkar og Eygló aðstoðarskólastjóri. Byrjuðum við á því að fara á kajak á Heinabergslóni með iceguide.is. Við fengum lánaða þurrbúninga, skó og hanska svo við myndum ekki blotna. Við fengum bæði eins og tveggja manna...