Rjómavöffluballið í Ekru

0
994

Þann 26. janúar fór fram vöffluball á vegum Félags eldri Hornfirðinga. Haft var samband við Nemendaráð FAS og Ungmennaráð Hornafjarðar og ungmennum boðið að koma. Fjórir nemendur úr FAS mættu og skemmtu sér konunglega. Alls konar dansar voru dansaðir og þótti ungmennunum skemmtilegt að læra þá. Þetta var öðruvísi en böll sem ungmenni sækja nú til dags, bæði tónlist og dans voru öðruvísi og sömuleiðis dansfélagar. Þó að aðsóknin af hálfu ungmenna hafi verið frekar dræm þá er þetta eitthvað sem við munum klárlega mæta aftur á. Mikilvægt er að eldri og yngri kynslóðir eyði tíma saman, það er svo margt sem við getum lært af hvert öðru. Við viljum nýta tækifærið til þess að hvetja ungmenni á Hornafirði að mæta á komandi böll.

Fyrir hönd Ungmennaráðs og Nemendaráðs,
Ingunn Ósk og Íris Mist

Við í Félagi eldri Hornfirðinga þökkum ungmennunum alveg kærlega fyrir að koma til okkar á Rjómavöffluballið. Þetta var skemmtileg stund og gaman að sjá áhuga ungmennana á að fylgjast með dansinum og voru óhrædd að prufa og dansa saman og við eldra fólkið sem á ballinu var. Þau þáðu síðan rjómavöfflur . Það var Ekrubandið sem sá um að leika fyrir dansinum. Vonandi koma þau á næsta Rjómavöffluball sem er sunnudaginn 29.mars. kl. 16:00 í Ekrunni.
Sjáumst.

Kveðja Haukur H. Þorvaldsson form. FeH.