Hundapálminn til Hornafjarðar
Fjárhundurinn Jökull gerði sér lítið fyrir og hlaut dómnefndarverðlaunin í keppni sem kennd er við The Palm Dog Award eða Hundapálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir hlutverk sitt í nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land. Myndin fékk frábærar móttökur og sá Jökull til þess að aðstandendur myndarinnar færu ekki tómhentir heim. Nafn verðlaunanna er vitaskuld tilbrigði...
Volaða Land hlýtur góðar viðtökur
Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða Land, var heimsfrumsýnd við gífurlegan fögnuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes 24. maí. Myndin er sýnd á aðaldagskrá hátíðarinnar, í flokki Un Certain Regard, og fengu aðstandendur hennar langt standandi lófaklapp að lokinni frumsýningunni. Gagnrýnendur hafa ausið lofi yfir myndina og talað t.a.m. um „einstakan orginal“, „kvikmyndalist í hæsta gæðaflokki“ og að myndin...
Humarhátíð 2022
Nú er sumarið komið með alla sína gleði og tilhlökkun þar sem það eru engar samkomutakmarkanir í augsýn. Helgina 24.-26.júní n.k. ætlum við að halda okkar árlegu Humarhátíð og er það knattspyrnudeild Sindra sem mun hafa veg og vanda af hátíðinni þetta árið. Hátíðin mun verða með svipuðu sniði og fyrir Covid, þ.e. humarsúpan verður á sínum...
Bókmenntir og dans í Svavarssafni
Það er margt um að vera í Svavarssafni á næstu dögum. Fimmtudagskvöldið 2.júní verður Lesið í Hús, en þá mun umhverfisheimspekingurinn Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ræða við rithöfundinn og listakonuna Auði Hildi Hákonardóttur um verk Evu Bjarnadóttur og fagurfræði hennar. Daginn eftir, föstudaginn 2. júní stendur rannsóknasetrið á Hornafirði fyrir bókmenntaviðburði þar sem m.a. Sigríður Hagalín, Jón Kalman...
Snúningur í Gerðarsafni
Sýningin “Snúningur” var opnuð í Gerðarsafni fimmtudaginn 5. maí. Á sýningunni má sjá verk eftir Hönnu Dís Whitehead úr fjölbreyttum efnivið sem liggja einhverstaðar á milli hönnunar, handverks og listar. Á sýningunni hefur hún tekið annan snúning á völdum verkum síðustu tíu ára eða frá því að hún útskrifaðist úr Hönnunarakademíunni í Eindhoven, Hollandi 2011....