Jólakveðja frá félagi eldri hornfirðinga

0
291

Kæru félagar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýárs viljum við þakka góðar stundir á árinu. Starfsemin hefur verið blómleg í ár t.d. þorrablót, farið í frábæra ferð á Mýrarnar í vor og nýlega var velheppnuð jólasamvera á “Heppu” hvar mættu 103 félagar. Við viljum líka þakka þeim sem komið hafa að starfinu í ár. Bæði þeim sem hafa verið með okkur á samverustundum, Ekrubandinu fyrir tónlist á vöffluböllum, Tónskólanum og því tónlistarfólki sem hefur skemmt okkur. Einnig veitingahúsaaðilum, sem hafa framreitt fyrir okkur ýmsar kræsingar og fyrirtækjum sem hafa verið afar gjafmild við okkur. Einnig viljum við þakka sveitarfélaginu fyrir veittan stuðning Við förum full bjartsýni inn í nýja árið og hvetjum félaga okkar til að taka virkan þátt í starfinu. Maður er manns gaman. Dagskrá vetrarins mun birtast fljótlega eftir áramótin, fylgist með á fésbókinni. Einnig er dagskráin ævinlega til staðar í Ekru.
Kæru sýslubúar, Gleðileg Jól og farsælt nýár.
Stjórn FeH