Bókmenntir og dans í Svavarssafni

0
349
Frá gjörningi í Gömlubúðinni á Fagurhólsmýri. Mynd:Tim Junge

Það er margt um að vera í Svavarssafni á næstu dögum. Fimmtudagskvöldið 2.júní verður Lesið í Hús, en þá mun umhverfisheimspekingurinn Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ræða við rithöfundinn og listakonuna Auði Hildi Hákonardóttur um verk Evu Bjarnadóttur og fagurfræði hennar. Daginn eftir, föstudaginn 2. júní stendur rannsóknasetrið á Hornafirði fyrir bókmenntaviðburði þar sem m.a. Sigríður Hagalín, Jón Kalman Stefánsson, Ófeigur Sigurðsson, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og fleiri lesa upp, á Húslestri: Bókmenntagos. Svo loks, þriðjudaginn þann 7. júní er danssýningin Again the Sunset með Yann Leguay og Ingu Huld Hákonardóttur í samstarfi með Listahátíð í Reykjavík. Inga er einn framsæknasti danshöfundur Íslendinga, en hún er fædd á Höfn. Sýningin Hús Kveðja er svo að sjálfsögðu opin áfram, en nú taka við sumartímar hjá safninu sem þýðir að opið er til kl. 18 á virkum dögum og opið á safnið um helgar milli kl.13-17. Það er því margt í boði fyrir menningarþyrsta á Hornafirði.