2 C
Hornafjörður
26. apríl 2024

Dollumót körfuknattleiksdeildar Sindra

Það er komin upp hefð hjá okkur í Körfuknattleiksdeild Sindra að halda svokallað Dollumót með meistaraflokkum og yngri flokkum. Þann 22. febrúar var það meistaraflokkur karla og strákar í 6.-10. bekk sem skemmtu sér saman. Sigurvegari var Kasper, og lentu Elli og Jahem í öðru og þriðja sæti. Fyrirmyndir meistaraflokka skipta öllu máli í uppbyggingu yngri flokkanna...

Nýr framkvæmdastjóri Sindra

Fyrir fáeinum vikum var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra, Lárus Páll Pálsson. Hann er menntaður viðskipta- og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig klárað 3ja ára háskólanám við Háskólann í Reykjavík af íþróttasviði. Lárus hefur starfað við ýmis verkefni, þar á meðal sem framkvæmdastjóri hjá Fimleikadeild Ármanns, rekstrarstjóri hjá Arcanum ásamt hefðbundnum störfum eins og skógarhöggsmaður, sjómaður...

Gústi heimsmeistari í annað sinn

24. Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram á Humarhátíðinni. Spilað var á 27 borðum og þátttakendur 51. Eins og áður voru úrslitaspilin spennandi og góð stemning í kringum keppnina. Úrslit urðu þau að Gústaf Guðlaugsson hreppti heimsmeistaratitilinn og er það í annað sinn sem hann sigrar á þessum mótum. Í öðru sæti var Hildur Steindórsdóttir og í því...

Nettómót Austurlands í Icelagoon Höllinni

Síðastliðinn sunnudag voru samankomin um 100 börn á Nettómóti Austurlands í Icelagoon Höllinni. Tilefnið var körfuboltamót fyrir krakka í 1.-6. bekk á Austurlandi sem körfuknattleiksdeild Sindra stóð fyrir. Markmiðið með mótinu er að styrkja körfuboltastarf á Suðaustur- og Austurlandi og gefa krökkum færi á að keppa við sína jafnaldra. Þar sem vegalengdin milli bæja á þessu...

Hlaupahópur Hornafjarðar byrjar sitt annað hlaupaár

Hlaupahópur Hornafjarðar nálgast ársafmælið, en fyrsta æfing hópsins fór fram 5. september fyrir tæpu ári síðan. Hópurinn er starfræktur í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf Sindra. Við stofnun setti hópurinn sér það meginmarkmið að efla og fjölga hlaupurum á Hornafirði og bæta lífsgæði einstaklinga með því að geta hlaupið sér til gleði og heilsubótar. Það er ekki annað...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...