Ungmennafélagið Vísir endurvakið

0
376

Fyrsti aðalfundur Ungmennafélagsins Vísis síðan um aldamót var haldinn þann 15. apríl síðastliðin á Hrollaugsstöðum. Fulltrúar USÚ sátu fundinn ásamt 16 félagsmönnum og var skipuð 6 manna stjórn. Bjarni Malmquist Jónsson, formaður. Atli Már Björnsson, ritari. Selma Björt, gjaldkeri. Ingi Þorsteinsson, varaformaður. Bjarni Haukur Bjarnason og Aðalbjörg Bjarnadóttir eru meðstjórnendur.
Félagið var stofnað 8. apríl árið 1912 og er því 110 ára í ár. Stefnt er að því að halda frjálsíþróttamót fyrir unga sem aldna í sumar á Hrollaugstöðum, ekki er búið að ákveða tímasetningu.
Stjórn Ungmennafélagsins Vísis auglýsir nú að tillögum að merki fyrir félagið. Allar tilllögur þurfa að berast sem fyrst og í síðasta lagi fyrir sauðburðarlok. Hafið samband við einhvern af stjórnamönnum um að koma tillögum til skila.
Að lokum viljum við minna á að spilaður er fótbolti öll sunnudagskvöld kl. 21:00 á Hrollaugsstöðum og er öllum frjálst að mæta.

fyrir hönd Umf. Vísis
Bjarni Malmquist Jónsson