Nýr frisbígolfvöllur á Höfn
Samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi var gert ráð fyrir nýjum frisbígolfvelli í Hrossabithaga. Bæjarráð ákvað í framhaldi af því að festa kaup á 9 holu frisbígolfvelli og hafa starfsmenn bæjarins ásamt verktaka unnið að uppsetningu síðustu daga. Frisbígolf er eins og nafnið gefur til kynna afþreying þar sem golf er spilað með frisbídiskum. Sportið er sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa...
Björgvin Heiðraður silfurmerki KKÍ
Björgvin Erlendsson hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir körfuknattleiksdeild Sindra um áraraðir. Allt frá því að standa vaktina í sjoppunni, standa fyrir fjáröflunum, sinna stjórnarstörfum og allt þar á milli. Ungmennafélög þurfa að stórum hluta að treysta á sjálfboðaliða í sínu starfi svo allt gangi smurt og eru fólk eins og Björgvin sem leggja allt sitt af mörkum fyrir...
Íþróttaárið 2020
Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið ólíkt öllum öðrum árum á íþróttasviðinu. Við lærðum margt, við lærðum að hreinlæti skiptir máli, við lærðum að við þurfum að gera hluti til þess að tryggja öryggi og heilsu annarra þó að það hafi gengið þvert á einstaklingshagsmuni og við lærðum að umgangast fjölskylduna í meira...
Karlajóga
Er það ekki það sem þú ert búinn að vera að bíða eftir?
Útbreiddur misskilningur er að jóga sé bara fyrir konur og þá helst liðugar konur, en tilfellið er að jóga er fyrir alla þá sem vilja láta sér líða betur í eigin líkama. Jóga er tilvalið fyrir þá sem eru...
Fjáröflun fyrir æfingarferð 3. og 4.flokk Knattspyrnudeildar
Þessa dagana eru 3.-og 4.fl kvenna og karla í knattspyrnu á fullu að afla fjár fyrir æfingaferð til útlanda sumarið 2024. Ljóst er að æfingaferðir til útlanda eru kostnaðarsamar og var því ekki eftir neinu að bíða en að byrja tímanlega. Þau hafa verið dugleg að ganga í hús og selja hinn ýmsa varning og eru þau...