Hlaupahópur Hornafjarðar
Ef einhver hefur velt því fyrir sér hver sé ástæða aukningar á litríkum hópum hlaupara á götum og stígum Hafnar, þá er skýringin nú augljós: Í byrjun september var stofnaður Hlaupahópur Hornafjarðar. Hópurinn er samstarfsverkefni frjálsíþróttadeildar UMF Sindra og Helgu Árnadóttur. Viðtökur við hópnum hafa farið langt fram úr væntingum og í dag eru skráðir 42 iðkendur....
Það verður líf og fjör á Höfn um Verslunarmannahelgina
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn dagana 1.-4. ágúst (verslunarmannahelgin). Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu-og íþróttahátíðir þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Á móti sem þessu þurfa margar hendur að hjálpast að svo allt gangi vel fyrir sig. Kristín Ármannsdóttir hefur tekið að sér...
UMF Sindri fær veglegan styrk
Á dögunum barst okkur hjá Sindra 600.000 kr. styrk frá þeim góðu konum er standa að Hirðingjunum á Hornafirði. Einnig barst okkur annar styrkur frá ónefndum aðila og saman gerði stuðningur þeirra okkur kleift að kaupa fyrir félagið tvær Live Veo myndavélar, aukahluti og ársáskrift, sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna leiki félagsins...
Saga Sindra
Út er komin bókin Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966, eftir Hornfirðinginn, sagnfræðinginn og Sindramanninn Arnþór Gunnarsson.
Saga Sindra ber vott um drifkraft og áræðni. Á fundum fluttu félagsmenn fræðandi erindi, rökræddu hugðarefni sín og gerðu sér glaðan dag, Félagið gaf út handskrifað blað, efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í...
Fyrsti heimaleikur Sindra í 1. deild í körfubolta
Vegferðin
Mikil eftirvænting er hjá körfuboltaáhugamönnum á Hornafirði þar sem næstkomandi laugardag, 20. október kl. 14 mun meistaraflokkur karla hjá Sindra leika sinn fyrsta heimaleik frá upphafi í
1. deild í körfubolta. Með þessum leik má segja að langþráðu markmiði sé náð eftir 13 ára samfleytt starf. Körfuknattleiksdeild Sindra var endurvakin árið 2005 þegar Arnar Guðjónsson og Skúli Ingibergur Þórarinsson fluttu...