Körfuknattleiksdeild Sindra

0
292

Meistaraflokkur karla byrjaði tímabilið af fullum krafti. Fram undan var krefjandi verkefni því að högg kom á mannskapinn þegar ljóst var að ungir Sindrastrákar fengu tækifæri erlendis eða hjá liði í efri deild. Israel Martin og okkar strákar létu það ekki stoppa sig og áttu gott sigur áhlaup í byrjun tímabilsins og gerðu sér lítið fyrir og eru eina liðið í deildinni sem er búið að leggja topp lið deildarinnar Álftanes. Þeir þurftu þó að sætta sig við að fara í jólafrí vermandi þriðja sæti deildarinnar og munu nota tímann framundan til að endurhlaða batteríin fyrir komandi átök.
Yngri flokkarnir fóru í jólafrí með tvö lið í MB11 ára í efsta styrkleika flokki og eru yngri iðkendur að vekja athygli á þeim mótum sem þeir spila á þessa leiktíð. Á milli jóla og nýárs mun svo þjálfari yngri flokka Guillermo Sanchez með aðstoð barna- og unglingaráðs standa fyrir körfuboltabúðum í Ice Lagoon höllinni. Búðirnar verða fyrir alla krakka á aldrinum 8-16 ára og er búist við metnaðarfullri dagskrá og miklu körfuboltafjöri.