Vinnum saman

0
976

Samstarf Stöðvar 2, Körfu­knattleikssambands Íslands (KKÍ) og Sindra.
Nú gefst Sindramönnum nær og fjær að styrkja starf körfunnar án aukakostnaðar og fá í staðinn besta sætið þegar kemur að íþróttum. Annars vegar er hægt að gerast áskrifandi að Stöð 2 Sport Ísland og skrá sig sem Sindramann. Hins vegar geta þeir sem þegar eru með áskrift að Stöð 2 sport pakka gert hið sama. Í báðum tilfellum fær okkar félag 1078 kr á mánuði fyrir hverja selda áskrift á binditímanum.
Stöð 2 Sport Ísland kostar 3.990 kr./mán. og forsenda fyrir því að viðskiptavinur geti styrkt sitt íþróttafélag er binding til 1. júní 2021. Skráning á www.stod2.is/vinnumsaman
Þeir sem eru þegar áskrifendur að öðrum sportpökkum hjá Stöð 2 geta styrkt Sindra með því að fara inn á mínar síður hjá Vodafone undir Sjónvarpsáskrift-breyta-styrkja mitt félag og velja Sindra eða hringja i 1817 til að fá aðstoð. https://minar.vodafone.is/innskraning/eid