Kvennahlaup ÍSÍ

0
473

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið laugardaginn 11. september og verður hlaupið frá Sundlaug Hafnar kl 11:00. Létt upphitun er fyrir hlaupið. Tvær hlaupalengdir eru í boði, 3km og 5km. Líkt og í fyrra fer skráning í hlaupið fram á tix.is. Þáttökugjald er 1500kr fyrir fullorðna og 500kr fyrir barn.
Fólk framvísar útprentuðum miðum frá tix.is eða kvittun í síma. Þeir sem vilja greiða á staðnum geta að sjálfsögðu gert það. Frítt er í sund fyrir alla sem taka þátt í hlaupinu.