Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings hlýtur styrk
Búnaðarsamband A-Skaft ákvað að styrkja Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings. Styrkurinn var tileinkaður reiðskóla barna sem hefur svo sannarlega fallið í góðan jarðveg. Það er skemmtilegt og nauðsynlegt að auka framboð á afþreyingu fyrir börn. Styrkurinn nýtist því vonandi vel. Búnaðarsambandið styrkir einnig nemendur sem stunda búfræðinám og nám við garðyrkjuskólann á Reykjum, ...
Starfsemi GHH sumarið 2022
Golfsamfélagið á Höfn er ört vaxandi og telur nú um 150 manns á öllum aldri. Við erum stolt af því að hafa undanfarin ár aukið barna- og unglingastarf til muna auk þess sem hlutfall kvenna í golfi hjá GHH er með besta móti. Golfið býður ekki aðeins upp á möguleika til útivistar, hreyfingar og keppni heldur er...
Kvennahlaup ÍSÍ
Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið laugardaginn 11. september og verður hlaupið frá Sundlaug Hafnar kl 11:00. Létt upphitun er fyrir hlaupið. Tvær hlaupalengdir eru í boði, 3km og 5km. Líkt og í fyrra fer skráning í hlaupið fram á tix.is. Þáttökugjald er 1500kr fyrir fullorðna og 500kr fyrir barn.
Fólk framvísar útprentuðum miðum frá tix.is eða kvittun í síma....
Hvað er svona gott við jóga?
Jóga er dregið af yoga á sanskrít og merkir eining eða sameining og má segja að með því að iðka jóga sé verið að vinna heildrænt með manneskjuna. Ávinningurinn af jógaiðkun er mikill fyrir líkama, tilfinningar og huga. Í jóga virðum við mörkin okkar og erum ekki í neinni keppni. Í jóga erum við að...
Rafíþróttadeild Sindra byrjar með krafti
Rafíþróttadeild Sindra hóf starfsemi sína síðasta haust af krafti og hefur starfið gengið ákaflega vel með aðstöðu í Vöruhúsinu. Fljótlega kom þó í ljós þörfin fyrir deildina að eiga sínar eigin tölvur fyrir iðkendur að nota og að vera í aðstöðu sem þau gætu haft útaf fyrir sig. Deildinni barst stuðningur frá Hirðingjunum varðandi tölvukaup og nú...