Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu...
Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands
Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.
Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera...
Tvö ný togskip í smíðum fyrir Skinney – Þinganes
Skinney – Þinganes hf. hefur undirritað samning um smíði á tveimur nýjum togskipum. Áætlað er að smíði hvors skips taki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirnar. Skipin verða 28,95 m...
Mikill fjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands
Alls bárust sjóðnum 166 umsóknir. Annars vegar umsóknir um styrki til menningarverkefna og hins vegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Mun fleiri umsóknir voru um menningarverkefni að venju eða samtals 99 umsóknir. Fjöldi umsókna um atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67. Alls var sótt um rúmar 190 m.kr. Meðal fjárhæð sem sótt var um voru rúmar 1.100 þ.kr., um 1 m.kr....
Ný verslun opnar að Hafnarbraut 34
Nú á dögunum opnaði ný verslun, Berg Spor, á Hafnarbraut þar sem Dórubúð var áður til húsa. Hjónin Erla Berglind og Sigurbjörn Árnason standa að baki verslunarinnar. Þeim fannst nauðsynlega vanta góða fataverslun eftir að Dórubúð lokaði og ákváðu að taka málin í sínar hendur og opna verslun. Erla hefur undanfarin 6 ár verið að sauma merkingar...