Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks
Í byrjun desember síðastliðinn héldu tveir verkefnastjórar Nýheima þekkingarseturs til Brussel til að taka þátt í fyrsta fundi SUSTAIN IT verkefnisins sem styrkt er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Íslenskt heiti SUSTAIN IT er „Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks“.
Þátttakendur í verkefninu koma frá 8 stofnunum sem eru staðsettar í 6 löndum Evrópusambandsins, en auk Nýheima tekur Þekkingarnet...
Útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli
Island Aviation hefur nú byrjað á að bjóða upp á útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli. Fyrirtækið hefur boðið upp á útsýnisflug frá Reykjavíkurflugvelli en hefur nú stækkað við sig. Þetta er fjölskyldufyrirtæki rekið af Reyni Guðmundssyni og Gretu Björg Egilssdóttur. Reynir er ættaður úr Svínafelli og þekkir því vel til náttúrufegurðarinnar í Hornafirði og það sem hún hefur upp...
Öflug starfsemi Fræðslunetsins á Höfn og í nágrenni
Róslín Alma Valdemarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi og leysir Sædísi Ösp Valdemarsdóttur af á meðan hún er í barneignarleyfi. Róslín er margmiðlunarfræðingur að mennt frá Tækniskólanum og eins og margir eflaust vita þá býr hún hér á Höfn ásamt unnusta sínum og syni. Við bjóðum Róslín velkomna til starfa....
Hafið – nýr skemmtistaður opnar
Þann 12. ágúst opnaði barinn Hafið í gamla Kartöfluhúsinu á Hornafirði. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda en í vetur tók Skinney – Þinganes ákvörðun um að innrétta efri hæð Kartöfluhússins sem bar og skemmtistað. Bjarni Ólafur Stefánsson og Kristinn Þór Óskarsson héldu utan um verkefnið og fengu til liðs við sig arkitektinn Magneu Guðmundsdóttur og hönnuðinn Brynhildi Pálsdóttur...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 12. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 27 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...