Útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli

0
1942

Island Aviation hefur nú byrjað á að bjóða upp á útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli. Fyrirtækið hefur boðið upp á útsýnisflug frá Reykjavíkurflugvelli en hefur nú stækkað við sig. Þetta er fjölskyldufyrirtæki rekið af Reyni Guðmundssyni og Gretu Björg Egilssdóttur. Reynir er ættaður úr Svínafelli og þekkir því vel til náttúrufegurðarinnar í Hornafirði og það sem hún hefur upp á að bjóða. Þau notast við 4 sæta Cirrus SR22 lúxus flugvél en sú vél er sérstök að því leyti að hún er útbúin með fallhlíf, þannig ef eitthvað kemur upp á er hægt að opna fallhlífina sem svífur niður til jarðar með flugvélina,
Þau stefna á að bjóða upp á ferðir út september, en jafnvel lengur ef hægt er að setja upp flugskýli fyrir vélina. Boðið er upp á styttri og lengri ferðir og ættu því flestir að geta fundið ferð við sitt hæfi. Ásamt Reyni mun Þórður Ásgeirsson sjá um að fljúga með farþegana en hann er frændi Reynis, einnig ættaður úr Svínafelli.

Reynir og Greta ásamt börnunum sínum tveimur og Þórði Ásgeirssyni flugmanni.